Hjálmar Jónsson fv. bóndi

Hjálmar Jónsson fv. bóndi

Hjálmar Jónsson fæddist á Siglufirði 16. maí 1950. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði 9. apríl 2016.

Foreldrar hans voru  Jón Hjálmarsson skósmiður, f. 27.3. 1909 að Stóra-Holti í Fljótum, d. 29.4. 1989, og Sigríður Hólmfríður Albertsdóttir, f. 18.7. 1916 að Dvergasteinseyri í Álftafirði við Ísafjarðardjúp, d. 22.7. 1993.

Bróðir Hjálmars er 

Magnús Jónsson, f. 13.4. 1952, kona hans er Anchalee Srichaimun, f. 19.7. 1961.

Hjálmar kvæntist Hólmfríði Hafberg, f. 26.4. 1953, 16. nóvember 1974.

Þau eignuðust eina dóttur, Sigríður Erla Hjálmarsdóttir, f. 13.12. 1975, en slitu samvistum árið 1982. 

Maki hennar er Atli Þór Jóhannesson, f. 30.11. 1965, og börn þeirra eru

Alexandra Líf og 

Theódór S.

Hjálmar var búfræðingur að mennt, frá Hólum í Hjaltadal. Um tíma vann hann sem byggingaverkamaður í Reykjavík og á Siglufirði.

Í álverinu í Straumsvík var hann starfsmaður um langt árabil.

Hjálmar starfaði einnig við laxeldi og seinna sem bóndi að Stóru-Brekku í Fljótum.