Heimsókn um borð

Framhald frá frásögn grá síðunni „Sigurður Jónsson“

Seinna þegar allt var afstaðið, komu nokkrir norðmenn að skipshlið og var þeim boðið um borð, en þeir höfðu orðið varir mannaferða, þó svo að bækistöðvar þeirra væru hinum megin á eyjunni.
Við Sörbugten var bátastöð eyjaskeggja. þar sem bátar þeirra voru sjósettir, og teknir á land á vagni, með jarðýtu.

Það var slegið upp smá veislu þeim til heiðurs. Um borð að þessu sinni var sonur þáverandi skipstjóra Guðmundar Arasonar og dóttir mín Margrét Marsebil. Það þótti Norðmönnunum athyglivert og stungu meðal annars upp á því að þeir fengju að skreppa með Margréti og fleirum í land, þó sérstaklega Margréti, þar sem á land á eynni hefði kvenmaður ekki fengið að koma í marga áratugi vegna hjátrúar. 

Allir tóku vel í hugmyndina, þar til einn norðmannanna nefndi það að spyrja þyrftir kónginn um leyfi. En þann titil bar æðsti yfirmaðurinn á eynni.
Haft var samband við kónginn sem þvertók fyrir að slíkt leyfi fengist og þar við sat.

  •  
  •  
  •