Sverrir Torfason

Sverrir Torfason, bryti.

Sverir var mjög félagslyndur maður. Hann var afbragðs matreiðslumaður og þjón.
ustuljúfur. Hann og Sigurður skipstjóri höfðu þekkst lengi, og þeim var gott til vina.

Á myndinni hér er hann talsvert öðruvísi klæddur en venjulega. Raunar var það í eina skiptið sem ég sá hann svona uppáklæddan í einkennisbúningi, þegar ég tók þessa mynd.

Tilefnið var að allir yfirmennirnir höfðu fengið samkvæmt samningum, einkennisföt.
Þeir mátuðu auðvitað allir fötin sín, og flestir báðu mig um myndatöku.
Hinir fóru aðeins í þessi einkennisföt sín á jólum, og eða þegar komið var til austantjaldslanda.
Kommarnir báru ekki mikla virðingu, né tóku mikið tillit til óeinkennisklæddra yfirmanna.