Ingólfur Arnarson Stangeland rafvirki

Ingólfur Arnarson rafvirki

Ingólfur Arnarson fæddist á Búðum í Búðahreppi í S-Múlasýslu 18. maí 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 3. nóvember 2003. 

Foreldrar hans voru  Hans P. Stangeland, forstjóri í Noregi, f. í Karmö í Noregi, d. 6. maí 1952 og Sólveig Þorleifsdóttir, húsfreyja í Hafnarnesi og á Siglufirði, f. á Eyri í Reyðarfirði 23. desember 1880, d. 19. júní 1967.

Systkini Ingólfs eru

Þorleifur,

Magnús,

Helga,

Sigurlaug,

Jón,

Pétur 

Sigríður.

Auk þess átti hann hálfsystkini í Noregi.

Ingólfur bjó á Fáskrúðsfirði fram til 12 ára aldurs, fluttist þá til Siglufjarðar ásamt móður sinni og þremur bræðrum. Settist í gagnfræðaskólann á Siglufirði þar sem hann kynntist tilvonandi konu sinni Pálína Kröyer Guðmundsdóttir, f. 16. september 1923. Byrjuðu þau búskap 1942 í Höfn á Siglufirði og giftu sig árið 1945. 

Þeim varð sjö barna auðið, þau eru 

1) Guðfinna Ingólfsdóttir, f. 1944, 

2) Helga Ingólfsdóttir f. 1946, 

3) Guðmundur Ingólfsson f. 1949, 

4) Anna Ingólfsdóttir, f. 1952, 

5) Arnar Ingólfsson, f. 1953, 

6) Páll Ingólfsson, f. 1954, d. 1962, og 

7) Sólveig Ingólfsdóttir, f. 1961.

Nú eru afkomendur þeirra orðnir 31. (2003)

Ingólfur nam rafvirkjun við Iðnskólann á Siglufirði og tók sveinspróf 1947. Háspennunámskeiði lauk hann 1948. Var rafveitustjóri á Ólafsfirði og rak um tíma rafmagnsverkstæði Ólafsfjarðar. Starfaði við Skeiðsfossvirkjun og síðar eftirlitsmaður Rafveitu Siglufjarðar.

Stofnaði og rak rafverktakafyrirtæki og verslun á Siglufirði ásamt konu sinni og tveimur sonum. Verkstæðisformaður SR á Siglufirði til loka starfsferils síns. Var formaður Iðnaðarmannafélags Ólafsfjarðar 1949-1950.

Um árabil var hann virkur í Lionsklúbbi Siglufjarðar og formaður eitt ár.Var drifkraftur að stofnun bókasafns í Fljótunum og kom upp aðstöðu til kvikmyndasýninga við Skeiðsfoss.