Jóhann Jóhannsson skólastjóri

Jóhann Jóhannsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Jóhann Jóhannsson  er fæddur 7. Nóvember 1904 að Halldórsstöðum í Eyjafirði. Varð bráðkvaddur þann 30. des 1981 

Foreldrar hans Jóhann Sigurðsson, bóndi á Arnarstöðum, og kona hans Stefanía Sigtryggsdóttir.

Hann tók stúdentspróf í Menntaskóla Akureyrar 1930 og guðfræðipróf í Háskólanum 1935, en hafði þá ári fyrr lokið kennaraprófi í Kennaraskólanum.

Veturinn 1937 —38 dvaldi hann í Svíþjóð og sótti kennslu í kirkjusögu við Uppsalaháskóla. Jóhann hafði, áður en hann fór utan, verið settur kennari í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og var skipaður kennari þar, er hann kom heim, 1937.

Skólastjóri þess skóla hefir hann verið nú um 10 ára skeið, frá 1944. 

Kona hans er Aðalheiður Halldórsdóttir frá Bakkaseli í Öxnadal og eiga þau einn son og tvær dætur.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3575759