Ingibjörg Jónasdóttir

Ingibjörg Jónasdóttir

Ingibjörg Jónasdóttir fæddist á Nefsstöðum í Stíflu í Fljótum 2. september 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 29. desember 2011.

Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir, f. 4. júlí 1889, d. 10. feb. 1942 og Jónas Jónasson, f. 3. mars 1892, d. 6. jan. 1962. 

Ingibjörg átti fjögur systkini. Þau eru: 

Kári Jónsson, f. 17. okt. 1913, d. 4. feb. 1982, 

Gísli Þorlákur Jónasson, f. 25. sept. 1917, d. 7. jan. 1950, 

Valtýr Jónasson, f. 9. sept. 1925, d. 21. sept. 2009 og 

Valey Jónasdóttir, f. 21. nóv. 1931.

Hinn 17. maí 1941 giftist Ingibjörg Jón Þorsteinsson, f. 27. apríl 1921, d. 10. apríl 1993.

Foreldrar hans voru  Jóna Aðalbjörnsdóttir, f. 17. ágúst 1900, d. 22. ágúst 1983 og Þorsteinn Gottskálksson, f. 2. des. 1896, d. 6. mars 1985. 

Börn Ingibjargar og Jóns eru: 

1) Jónas Jónsson, f. 23. apríl 1940 Fyrri eiginkona Sigríður Stefánsdóttir, f. 30. des 1941, d. 1. ágúst 1971, börn þeirra eru

Gunnar Stefán Jónasson, f. 11. júní 1962,

Jón Ingvar Jónasson, f. 31. maí 1965 og

Ingibjörg Jónasdóttir, f. 4. des. 1967,
barnabörnin eru 9.

Seinni eiginkona Jónasar er Ólöf Steingrímsdóttir, f. 10. okt. 1945, börn þeirra eru: 

Viðar Jónasson, f. 24. maí 1973 og

Kári Jónasson, f. 28. ágúst 1979,
barnabörnin eru fjögur.

2) Jónsteinn Jónsson, f. 12. okt. 1945, maki Þóranna Sigríður Jósafatsdóttir, f. 23. des. 1947, d. 2010,börn þeirra eru

Elvar Freyr Jónsteinsson, f. 12. ágúst 1966,

Grétar Jósafat Jónsteinsson, f. 25. mars 1971,

Jón Ingiberg Jónsteinsson, f. 17. febr. 1982,

barnabörnin eru fimm.

3) Ari Heiðberg Jónsson, f. 16. feb. 1953, maki Lilja Jónsdóttir, f. 14. sept. 1959,
börn þeirra eru 

Jón Helgi Arason, f. 8. apríl 1976 og

Alexander Arason, f. 6. sept. 1994,
barnabarn er eitt.

4) Jóhanna Jónsdóttir, f. 13. sept. 1960,  d.22-09-2015 -  maki Hjörtur Hjartarson, f. 28. mars 1961, börn þeirra eru

Ingibjörg Sigríður Hjartardóttir, f. 23. ágúst 1984, 

Hjörtur Hjartarson, f. 16. mars 1988 og

Hrafnhildur Jóna Hjartardóttir, f. 27. maí 1995,
barnabarn er eitt.

Ingibjörg Jónasdóttir fluttist fjögurra ára gömul með foreldrum sínum til Siglufjarðar, að Lindargötu 21 þar sem faðir hennar byggði húsið Nefstaði. Alla sína búskapartíð bjó hún ásamt eiginmanni sínum að Hverfisgötu 3, Siglufirði.

Ingibjörg hóf atvinnuþátttöku sína ung að árum, vann við síldarsöltun á Skaftaplaninu hjá Skafta Stefánssyni, við afgreiðslustörf í Kaupfélagi Siglfirðinga, hjá Sigló Síld og frystihúsinu Ísafold.

Lengst af starfsferli sínum vann hún í frystihúsi Þormóðs ramma. Ingibjörg var