Rafeindabúnaður

Verksmiðjuframleiddur og heimasmíðaður.

Varðandi sendirinn sem sagt er frá á síðunni Áhugamálin og notaðurvar í tengslum við kranavinnu. Þá bjó ég til annað senditæki nokkuð öflugra, enda knúið 220 volta spennu. þann sendi gerði ég tilraunir með og útvarpaði stanslausri tónlist frá segulbandi. Sú sending náði um alla byggðina raunar langt fram í fjörð og út á sjó. Mun betri hljómgæði tónlistar en frá „tunnustöðinni“ sem Siglfirðingar „nutu“ og staðsett var uppi á Hvanneyrarskálarbrún á vegum Ríkisútvarpsins og sendi út á A.M. bylgjulengd. Útvarpstæki á þeim tíma með FM bylgjusviði voru ekki algeng á Sigló, svo fáir náðu sendingunum frá mér eða öllu heldur fáir vissu af þeim.    
Til að geta sinnt áhugmálinu af alvöru þá þurfti til þess allskonar mælitæki, sum slíkra tækja keypti ég tilbúin, önnur í svokölluðum kittum þar sem allir hlutar búnaðar kom ósamansettur og var síðan settur saman, lóðað og skrúfað eftir atvikum. 

Slíkur búnaður reyndist ágætlega og var einnig talsvert ódýrari í innkaupum en verksmiðjuframleitt. Aðra smíðaði ég og hannaði eftir eigin hugviti og teikningum sem og blandað til að þóknast samhliða sérvisku minni og notagildi.

Innflutningur bæði frá Danmörku og Englandi var eingöngu ætlaður til einkanota og lærdóms. En á þessum tímum þá voru talstöðvar í hundraða tali í notkun á Siglufirði, bæði hand (WalkieTalkie)og fastar CB talstöðvar í bílum og vinnuvélum og í heimahúsum  

Ég hafði breytt tugum þeirra, úr 0,5watta sendiorku yfir í 4-5watta sendiorku.
Þetta var auðvitað kolólöglegt, en fáránlegar reglur fjarskiptaþjónustu Íslands á þeim tíma bönnuðu meiri styrkleika þessara tækja en 0,5wött. Björgunarsveitir fengu ekki einu sinni að fá sterkari talstöðvar. Enda skilningsleysi embættismanna á svæði 101 í Reykjavík ekki mikill um þessi mál, um nauðsyn á langdrægari búnaði.  

Flestar voru þessar talstöðvar framleiddar og fluttar inn sem 5wött. En Landsíminn gerði körfu um að þeim yrði breytt niður til 0,5wött með auknum kostnaði sem hækkaði verð búnaðarins sem svo þurftu prófun og staðfestingu Landssímans áður en þær voru settar í sölu.
Breytingar mínar fólust í því að ég skipti um einn power transsitor og viðkomandi spólur stilltar í samræmi við það. Það var í raun einfalt að skipta um transistorinn, en öllu verra með stillinguna nema að hafa svokallað Oscilloscope eða tíðnimæli (Hz) sem mælt gátu nákvæmt tíðnisvið og gert auðvelt að stilla tækin inn á fyrirviðkomandi tíðni, því annars gat viðkomandi talstöð truflað bæði útvarp, sjónvarp og fleira. Auk þess sem orkan náði ekki þeim styrk sem  til var ætlast. Þá gerði ég við nokkur útvarpstæki fyrir kunningja eftir að faðir minn lést árið 1980. Myndir af búnaðinum mínum tengdum áhuga á rafeindum. Oscilloscopið og fleiru  má skoða á tenglinum Áhugamálin

Þegar ég fann ekki lengur tíma til að sinna bæði ljósmyndaáhuga mínum og electronikinni samtímis þá valdi ég ljósmyndirnar og hætti öllu fikti við það síðarnefnda. Vini mínum Sveini Filippussyni heitnum, sem var með electronik bakteríuna síðustu ár æfi sinnar, lánaði ég honum eitt mælitækið mitt sem hann hældi mikið fyrir fjölbreytnina.  Raunar gaf ég honum eitthvað fleira. En tækið sem ég lánaði tækinu Sveini er nú varðveitt hjá Saga Fotografica (frá 2014).

Myndir á síðu Myndir, rafmagn