Smá fréttir 1919

Fram, 2. ágúst 1919 

Síldin.

Nær 50 þúsund tunnur mun nú vera búið að salta hér í Siglufirði.
Í gærkvöldi voru saltaðar 42 þúsund tunnur hér á landi, þar að auki er síld söltuð á 6 eða 7 stöðum úti á höfninni og mikil síld komin inn i nótt og í morgun svo ekki mun of í lagt að segja 50 þúsund saltaðar nú. 

Fyrripart vikunnar náðu aðeins gufuskipin síldinni, þá var hún sótt vestur að Horni, sem er of löng leið fyrir mótorskipin, en nú hefir síldin færst nær, er mest tekin við Skaga, og fiska nú mótorskipin jöfnum höndum við hin. 

Einstöku félög hafa fengið svo ört síld þessa viku, að þau geta tæplega tekið á móti meiru í einu, og var i gær sent hlaðið skip til Akureyrar til affermingar. Útlitið er þannig að hér muni verða uppgrip af síld í þessum mánuði. 

Frá Ísafirði: Þaðan fréttist að hætt sé veiði um stundarsakir. Barst svo mikið á land að fólkið hafði ekki undan, búið að nota allar brúklegar tunnur, og  stúlkurnar svo slæmar í höndunum að þær geta ekki meir. 

Hafa Ísfirðingar sent nokkuð af skipum sínum hingað. Frá Ingólfsfirði fréttist sömuleiðis að síldarburður á land sé svo mikill að fólkið er orðið uppgefið og veikt, varð að kasta þar 800 tunnum. af síld í sjóinn í fyrradag, sem engin tök voru á að koma í salt. 

Þar er engin síldarbræðsla. Alls mun nú, á landinu, vera búið að salta nær 100 þúsund tunnur. 

Síld flutt út. Þessa viku hafa verið sendar héðan 4,200 tunnur. 2.400 með s.s. "Vibran" frá Bakkevig, 800 frá Ásgeir Péturssyni með Sh "Egerö" og 1.000 frá Wedin með s.s. "Mollösund".  

-------------------------------------------------------------------------------------------------
Fram, 23. ágúst 1919

 Síldin.

Vegna ótíðarinnar hafa öll veiðiskip legið á höfnum inni mestan part vikunnar. Fóru nokkur skip út héðan strax og veður skánaði í gær, til að leita síldar.
Reknetabátar voru allir úti í nótt sem leið og fengu nokkrir dágóðan afla, 10 til 100 tunnur á bát, en fjöldi aftur, sem varla urðu varir við síld. 

Síld sem hér búð er að salta er, hér í Siglufirði 77 þúsund tunnur á Vestfjörðum 68 þúsund tunnur, á Ströndum 25 þúsund tunnur í Eyjafirði   40 þúsund tunnur Samtals 210 þúsund tunnur. 

Héðan frá Siglufirði er þegar búið að flytja nær, 30 þúsund og nokkur skip væntanleg næstu daga sem taka eiga síld