Síldarfóðrun, grein 1920

"Fram" hefir borist skýrsla um bændaskólann á Hvanneyri 1818 til 1919 ekki alls fyrir löngu og er þar meðal annars greinarkorn um "Fóðurtilraun með síld", Það kann nú að líkjast því að bera í bakkafullan lækinn að fara að fræða Siglfirðinga um notkun síldar til skepnufóðurs, en aldrei er góð vísa of oft kveðin segir máltækið og skal því grein þessi tekin hér upp, ef svo kynni til að bera, að hún kæmi einhverjum að gagni. 

-- Í fyrra vetur gerðum við dálitla fóðurtilraun á 4 kúm. Stóð tilraunin yfir frá 9. janúar til 18. mars. 

Reynt var að haga tilrauninni þannig, að hægt væri að sjá, hvaða fóðurgildi síldin hefði á móti töðu og hvort lítið eða mikil síldargjöf hefði sömu áhrif á nythæð kúnna Það virtist koma greinilega í ljós við tilraunina, eins og við var að búast, að fyrsta síldin, sem gefin er, hafði langmest áhrif á fóðrið og nythæðina, sérstaklega þegar um nytháar kýr er að ræða, sem þar að auki fá úthey að einhverju leyti, en ekki tóma töðu. 

Þannig virtust kýrnar ekki geta mjólkað meir en 11 merkur í mál af  tómu heyi, sem þó var svo mikið að vöxtum til, að kýrnar hefðu átt að geta mjólkað miklu meira, eða eins og samanburðarkirnar 14 merkur í mál af sama fóðri, en þar sem nokkur hluti var síld, í hluta á móti 1,5 af töðu. 

Þetta er naumast hægt að skýra öðruvísi, en í hey fóðrið vanti næringareini til mjólkurmyndunar, því kýrnar, sem síldin er dregin af, en fengu töðu í staðinn, fitnuðu sýnilega jafnframt og þær geltust. 

Þegar svo aftur var farið að gefa kúnni eina síld á dag, 0,3 kg., græddi kýrin sig um fullan litra af mjólk á dag, þó jafnframt væri tekið frá henni 0,45 kg. af  töðu. Með síldinni fékk kýrin vafalaust þau efni, sem vantaði til mjólkurmyndunar, og jafnframt gerðu þessi efni, skepnunni mögulegt, að hagnýta sér  ýmis önnur efni í efni í heyfóðrinu líka til mjólkurmyndunar, en sem áður gátu aðeins myndað fitu, afl og hita í líkamanum Þetta skulum við skýra með litlu dæmi. 

Til þess að fóðurfita og kolefni (sterkja, sykur, tréni) geti melts,  þarf ákveðinn hluta af eggjahvítu, eða einn hluta af eggjahvítu á móti 8-10 hlutum af hinum fyrrnefndu. Vanti nú t. d. eggjahvítu eins og oft á sér stað, einkum í lélegri útheysgjöf og beit, meltast, t.d. ekki kolvetnin í fóðrinu, þó nóg sé til af  þeim. Þau fara forgörðum. Sé nú t. d. beitarskepnu gefin örlítinn skammtur af eggjahvítu eða síldarmjöli, getur hún nú auk síldarskammtsins hagnýtt sér allt að tífalt stærri skammt af fóðrinu sem fyrir var. 

Þess vegna er afar áríðandi að gefa ávalt svo mikla eggjahvítu, síldarmjöl, að skepnan geti hagnýtt sér allt aðalfóðrið. Þegar búð er að ná fullu jafnvægi milli eggjahvítunnar, síldarmjölsins og kolvetna og fitu, heyfóðurs og- beitar, fara að minka áhrif  síldarmjölsins.

Það verður úr því sem hver annar fóðurauki. Önnur aðaltilraunakýrin, Freyja, svaraði þessu líka þannig: að fyrsta síldin sem hún fékk, 0,3 kg., samsvaraði 1,42 kg. af töðu þegar hún geltist, en 1,07 kg. þegar hún græddi sig aftur. Þetta samsvarar hlutfallslega: 1 hluta af síld á móti 4 ,7 og 3,6 eða rúmlega, 4 hlutum til jafnaðar af töðu. þegar síldargjöfin er aukin úr 0,3 kg. upp í 2,0 kg. var munurinn miklu minni. 

Fór síldin þá að nálgast beint fóður, eða 1:1,96 gelding og 1: l ,6 græðsla, eða hér umbil 1,8 til  jafnaðar. Í heild sinni mun því vera óhætt að gera síldina fullkomlega tvígilda á við töðu, þá  um alla mikla síldargjöf er að ræða. En sennilegt þykir að árangur síldarfóðurs geti verið þessi þegar lítið er gefið: 

1. Handa beitarfé og hestum 1 hluti síld á móti 3-4 af töðu
2. Handa skepnum sem fá lélegt útheysfóður og síðslægju, sinuborið, hrakið eða skemmt hey; sami árangur. Handa þessum skepnum er sjálfsagt að nota eggjahvítu og steinefnamikið kraftfóður, síld eða öllu heldur síldarmjöl og ögn af lýsi.
3. Fyrsta síldin handa hámjólkakúm, --- sami árangur. Meiri síld (síldarmjöl) minni árangur, eða 1:2
4.  Lág mjólka kýr borga síldina (síldarmjöl) langverst, einkum fái þær tóma töðu, eins og víða er siður. Þá fá þær venjulega bæði nóg fóður í heild sinni, stundum miklu meira en þörf er á, -- og nóg af eggjahvítu og steinefnum. 

Hér þarf því síldin ekkert upp að bæta, og er stundum alveg umfram, það sem nóg fóður er fyrir í töðunni. Þannig getur mönnum virst að síldin, gefin á vitlausum stað, hafi alls ekkert fóður gildi. 

Norðmenn telja til fóðurs: 1 kg. síld jafngóða 1,4 kg töðu, og 1 kg. síld jafngilda 0,6 kg. síldarmjöls og 1 kg. síldarmjöls jafngilda 2,3 kg. töðu. 

Í skýrslu þessari er önnur grein um "Fóðurtilraun" með vothey, sem líka er þess verð, að henni sé gaumur gefinn. Segir þar m.a. "Góð votheysverkun virðist fullkomlega jafnast á við bestu þurrheysverkun, eða þá að sauðfé hagnýti sér betur fóðrið, sé allmikill hluti þess vothey". 

Enn er á öðrum stað smágrein um búsmíðar, sem kenndar,- hafa verið í skólanum, bæði leðurvinna, trésmíði og járnsmíði. Í grein þessari standa, eftirfarandi línur, sem margur mætti taka sér - "til inntektar" ekki síst á þessum tímum.- - 

Eins og getið var um í síðustu skólaskýrslu, keypti skólinn einföld skóiðnaðartæki.  Voru þau notuð mikið og engir skór sendir burt af  heimilinu til aðgerðar. -- - 

Skósólun er einföld og getur hver maður lært hana á einum degi, en áhöldin kosta álíka mikið og, þrennir skósólar