Fyrirspurnir

Siglfirðingur, 14. desember  1923

Fyrirspurnir.

1. Hver hefir ráðið því að láta taka möl og grjót sunnan við "Söbstads þróna", sem hlýtur að verða til þess að eyðileggja þróna að meira eða minna leyti? Ekki hefir það verið borið undir bæjarstjórn. 

2. Hver hefir ráðið verkstjóra við uppfyllingu á hafnarlóð og með hvaða kjörum? Í fyrra var sú að vinna boðin niður, en þó greitt hærra kaup en undirboðið þar með sér. Hvorugt þetta hefir verið samþykkt af bæjarstjórn. 

3. Hver hefir látið setja lyftitæki á nýju hafnarbryggjuna, og fyrir hvers reikning er það gjört?

Ekki hefir það verið borið undir bæjarstjórn.     F. 

Fyrirspurnum þessum var oddvita gefin kostur á að svara nú í þessu blaði, en hann lét það vera.
Er þeim því hér með vísað til bæjarstjórnarinnar.

Ritstjóri