Síldarhugleiðingar

Grein úr Siglfirðing, 5. ágúst 1929

þess var getið í síðasta blaði, að ýmis af síldveiðaskipunum yrðu að bíða dögum saman eftir að geta skipað upp afla sínum í bræðslu­verksmiðjurnar, ástæðan til þessa er sú, fyrst og fremst, að mikið veiðist, en einnig hitt, að sama og ekkert af síldinni er saltað og fer því aflinn nærfellt allur í bræðslurnar. 

Afleiðingin verður  sú, að svo óvanalega mikið berst að þeim, að þær hafa ekki nálægt því undan. 

Eru þrær beggja verksmiðja hér full­ar og sama mun vera í Krossanesi. Verksmiðjurnar geta því ekki tekið á  móti veiðinni eins ört og þyrfti, og af því stafar svo það, að veiði skipin hafa nú undanfarið mörg hver, orðið að bíða 3-4 eða 5 daga, eftir afgreiðslu og sum alls ekki getað fengið hana og orðið að moka veiði sinni aftur í sjóinn. 

Allmörg undanfarin ár hefir byrjun síldarsöltunar verið miðuð við 25. júlí. Þetta tímatakmark má því kallast að væri búið að vinna sér hefð. - Nú hefir Einkasalan breytt þessu, og ákveðið að söltun byrjaði 1. ágúst. 

þessi ráðstöfun verður að teljast mjög óheppileg, bæði vegna þess, að aldrei er það öruggt að veiði haldist jafn mikil seinnipart vertíðar, - bæði getur síldin horfið og veður hamlað, og á því er því meiri hætta sem þau skilyrði eru betri fyrripart vertíðár eins og nú er - en þó gerir það  þessa ráð stöfun viðsjárverðasta, að henni skuli vera dembt á einmitt á sama tíma og veiðiskipin eru bókstaflega ráðþrota hvað þau eigi að gera við feng sinn og verða mörg hver að moka honum í sjóinn og hætta veiðum bar til söltun byrjar. 

Ef bræðslurnar hefðu getað tekið hindrunarlaust á móti veiðinni, þá var nokkuð öðru máli að gegna, þótt ráðstöfun þessi hlyti þó alltaf, að hafa tap í för með sér fyrir útgerð og sjómenn, því lægra verð hlaut alltaf að verða afleiðingin, en nú verður þetta tap hvorutveggja í senn, lækkað veið og stórum minnkuð veiði. 

Menn hafa leitt ýmsar getum að því, hvað ráðstöfun þessari hafi valdið. Einkasalan verst helst frétta um það, Hún finnur til þess einræðisvalds sem henni var í hendur fengið, illu helli – og telur ráðstafanir sínar  engum koma við nema sjálfri sér. -- það hefir hvissast, að Einar Olgeirsson hafi sent skeyti um  það að júlíveidd síld væri óseljanleg. – það  eru nú engar nýjar fréttir að Svíum geðjist betur að september veiddri síld en að júlíveiddri, -og hitt eru heldur ekki nýjar fréttir, að þeir kaupa jú1íveiddu síldina -- oft við háu verði. - 

Og sennilega verða Svíar búnir að kaupa talsvert af júlíveiddri síld áður en fyrsta ís lenska síldin kemur til þeirra, því svo slysalega tókst til fyrir Einkasölunni, að áður en , þessar 360 tunnur sem hún sendi á dögunum komust til Svíþjóðar, höfðu Norðmenn komið þangað a.m. k. tveimur förmum og sá þriðji mun vera farinn nú. Þeirra framtak var þetta meira. 

Og fyrsta - farminum sem fór héðan í fyrrasumar, hagnaðist Svíinn sem keypti prýðisvel og var það þó júlísíld. Þetta skeyti E. O. staðfestir því það, sem raunar var flestum kunnugt áður, að hann er klaufi að selja og starfa þeim ekki vaxin sem hann hefir , tekið að sér. 

Og drátturinn á söltun og sendingu síldar, sýnir vanþekkingar fálm stjórnenda Einkasölunnar, því með því hafa þeir gefið Norðmönnum eftir markaðinn fyrir júlísíldina En það er önnur og veigameiri ástæða fyrir söltunardrættinum, sú sem sé, að saltendur, marga hverja vanta tunnur undir síldina, en þær átti Einkasalan að skaffa, þeim. 

Þetta er ritað að kvöldi þess síðasta júlí og að einni stundu liðinni má söltun hefjast á öllum stöðvum hér, en þá eru ástæðurnar þannig, að margir af saltendunum hafa ekki einu sinni tunnur undir þá síld sem þeir  geta búist við að taka á móti í nótt. 100-200 tómtunnur hafa sumir saltendanna og þó má gera ráð fyrir að þeir hafi þurft að gera bindandi samninga um móttöku á síld eða kaup til söltunar. 

Hver ber ábyrgðina ef þeir geta svo ekki uppfyllt þá samninga? Saltandinn mun, gagnvart seljendum, skaðabótaskyldur að lögun, en sökin er sjáanlega Einkasölustjórnendunum að kenna.  Það hefur ávalt þótt viðsjárvert að fela mönnum takmarkalítið einræðisvald, jafnvel þótt góðir menn og gegnir hafi fyrir vali orðið.

Engin undirskrift