Síldarbræðslumálið: Oscar Ottesen

Einherji, 5. janúar 1934

Útaf skrifum um mál þau í blaðinu "Einherji" dags. 15. og 21. f. m. um aukningu á afkastagetu beggja síldarverksmiðja ríkisins hér á Siglufirði, vil ég hér með leyfa mér að gera eftirgreindar athugasemdir um mitt álit á málinu, þó ég hinsvegar verði að segja, að ég tel það óheppilegt að mál þetta sé flutt fram fyrir almenning, eins og gert hefir verið. -  

Það er stungið upp á því í "Einherja" að litli ketillinn og eimþurrkarinn í Pauls-verksmiðjunni séu teknir burtu og settur upp í staðinn ketill frá Ríkisverksmiðjunni og nýr stór þurrkari. 

Viðvíkjandi þessu vil ég taka fram, að lit!i ketillinn og eimþurrkarinn voru settir upp í verksmiðjuna á öðru starfsári verksmiðjunnar, 1927, og kostaði þetta ásamt nauðsynlegum breytingum þar að lútandi, ca. kr. 82,000 

Afkastaaukning verksmiðjunnar varð ca. 300 mál pr. sólarhring. Við þessa miklu breytingu, sem stungið er upp á í báðum, verksmiðjununum yrði fyrsta starfsárið að meira eða minna leyti reynsluár. Þar sem venjulega koma í ljós stærri eða minni misfellur og gallar, þrátt fyrir ágætustu vélstjóra eða vélvirkja. 

Á þessum reynsluárum verður venjulega tap í rekstrinum.  Svo varð það með Pauls-verksmiðjuna fyrsta starfsárið 1926, og fyrsta starfsár Ríkisverksmiðjunnar 1930. Pauls-verksmiðjan framleiddi 1926 úr ca. 800 málum og 1933 úr ca. 1330 nálum til jafnaðar á sólarhring. 

Ríkisverksmiðjan framleiddi 1930 úr ca. 16.511 málum og 1933 úr ca. 2.250 málum til jafnaðar á sólarhring.
Ef stækka ætti verksmiðjuna sem nú eru, eins og stungið er uppá, þá verðum, við að fá nýjan lýsisgeymi og samsvarandi stærri mjölskemmur, eins og fyrir nýja verksmiðju. 

Þetta kostar því það sama í báðum tilfellum. Lóð, undir verksmiðjuna, ef hún yrði byggð fyrir utan núverandi lóð verksmiðjunnar, hefir vonandi hækkandi verðgildi í framtíðinni. 

Það sem þá yrði aðallega nýr tilkostnaður, er sjálf verksmiðjubyggingin (sem þá einnig heldur sínu verðgildi framvegis). 

En ég álít að öllu samanlögðu, að þegar búið er að rífa niðar vélar, sem takast verða burt við breytinguna t.d. við Pauls-verksmiðjuna og búið er að ganga frá nýjum undirstóðum í þeirri verksmiðju, þá verði verðmæti hinna burt köstuðu véla og kostnaður að öðru leyti, mjög mikill hluti af kostnaðarverði nýrrar verksmiðju. 

Annars er ég á þeirri skoðun, að þær stóru breytingar, sem, stungið er upp á í báðum, verksmiðjunum, kæmu einnig til með að leiða af sér töluverðar breytingar fyrstu árin á eftir- og verksmiðjur, sem ætíð liggja undir breytingum, borga sig aldrei. 

Það getur heldur ekki talist heppilegt að setja inn nýjar vélar innanum gamlar vélar í Pauls-verksmiðjunni. Báðar verksmiðjurnar vinna nú ágætlega eftir fleiri ára lítilsháttar umbætur og fengna reynslu, og framleiða góðar vörur. 

Látum þær þess vegna vinna áfram í friði. 

Þær vélar, sem verður að útvega fyrir stækkun á báðum verksmiðjunum, verða að mestu leyti þær sömu sem útvega þyrfti ef reist yrði ný verksmiðja. l'-'g trúi því ekki, að ný verksmiðja mundi kosta mikið meira en breytingarnar, og þó ný verksmiðja kostaði alltað kr. 200.000 meira, sem ég þó ekki álít, vil ég samt sem áður leggja til að byggð verði ný verksmiðja. Þar sem ég hefi þá um leið tryggingu fyrir áframhaldandi öruggri starfrækslu. 

Þar á eftir mætti, ef það álitist ákjósanlegt og hagsýnilega afsakanlegt, sem ég þó ekki álít, stækka eina verksmiðju í senn, þannig að maður gæti komist hjá reynslurekstri á tveim verksmiðjun, í einu. 

Þurrkararnir, sem nú eru i Ríkisverksmiðjunni geta í mesta lagi þurrkað ca. 2.800 mál og fleiri þurrkarar komist þar ekki fyrir. 

Í Pauls-verksmiðjunni mundi maður, með koksþurrkaranum sem nú er þar og nýjum þurrkara jafnstórum og í Ríkisverksmiðjunni, geta þurrkað allt að 2.400 málum, eftir breytinguna, samtals í báðum verksmiðjum eftir stækkunina í hæsta lagi ca. 5.200 mál. 

Síðastliðið sumar framleiddi Pauls-verksmiðjan til jafnaðar úr 1.330 málum og Ríkisverksmiðjan til jafnaðar úr 2.250 málum. 

Ef nú ný verksmiðja afkastaði 2.250 mála vinnslu, verður samanlögð sólarhringsvinnsla hjá öllum þremur verksmiðjunum 5.830 mál. 

Pauls-verksmiðjan hefir afkastað mest ca. 1.550 málum og Ríkisverksmiðjan ca. 2.750 málum. 

Ef nú þriðja verksmiðjan gæli afkastað 2.750 málum, mundi samanlögð hámarksvinnsla allra þriggja verksmiðjanna verða allt að 7.050 mál á sólarhring, eða 1.850 málum, meira en hjá tveimur verksmiðjunum eftir breytingarnar. 

Síldarþrærnar í Ríkisverksmiðjunni er hálfu stærri en æskilegt er og i syðri þrónum, sem taka ca. 16.000 mál, hefir síldin síðastliðin 3 ár meira eða minna eyðilagst. 

Á þessum 16.000 málun, tapaði verkssmiðjan 1933 beinlínis ca. kr. 1.50 pr. mál, eða ca. kr. 24,000, þar að auki tapaði verksmiðjan venjulegum ágóða brúttó án frádráttar á vöxtum af stofnkostnaði, fyrningu ctc ca. kr, 1.00 pr. mál eða ca. kr. 16.1100. 

En þá verður tapið samtal kr. 40.000 á þessum of stóru þróm, sem samsvarar vöxtum af kr. 800.000,  gengið út frá 5 prc. vöxtum p. a. 

Þó afkastageta Ríkisverksmiðjunnar gæti komist upp i ca. 2,800 mál til jafnaðar, mundi maður samt sem áður ekki komist hjá því að síldin í syðri þrónum skemmdist að miklum mun. 

Og þar sem þessar þrær eru hæfilega stórar fyrir nýja verksmiðju, sem ynni úr rúmlega 2.000 málum á sólarhring, þá er þetta mín ákveðna skoðun: 

Ný verksmiðja með nýtísku vélum. Ef hún ekki ber sig, verða hinar 2 verksmiðjurnar sem fyrir eru heldur ekki arðberandi að afstöðnum mörgum og stórvægilegum kostnaðarsömum breytingum, sem samt sem áður, ef til vildi, ekki kæmu heim við þær vonir sent gerðar hefði verið. 

Þar sem mál þetta er þýðingarmikið, og "Einherji" hefir í skrifum sínum aðra skoðun en ég, tel ég það skyldu mína að halda, fram minni skoðun á málinu. 

Hvað verksmiðjustjórnin eða ríkisstjórn koma til með að ákveða, get ég ekki nú sagt fyrir, en ég hefi að minnsta kosti hér með látið í ljós mína skoðun. 

Og ég endurtek að síðustu að málefni af þessu tagi ber ekki að ræða á þessum vettvangi. Þess vegna er umræðum í blöðunum um þetta mál lokið hér með frá minni hlið, því allar upplýsingar frá starfsfólki verksmiðjunnar um starfrækslu og fyrirkomulag verksmiðjanna ber að gefa verksmiðjustjórninni en ekki blöðunum.

Siglufirði, 30. desember 1933.

Oscar Ottesen.