Karfaveiðarnar

Neisti, 23. september 1936 

Eins og frá var skýrt í blaðinu um daginn, var afli frekar tregur hjá þeim togurum sem karfaveiðar stunda, og mátti það, um mikið kenna óstilltri tíð.
Þegar togararnir fóru héðan út síðast, voru þeir sumir við leit eftir þeim bátum, sem ekki voru inn komnir úr rokinu mikla, en fóru síðan á veiðar vestur á Hala.

Afli var mikið betri hjá þeim nú heldur en næsta túr þar á undan. Hingað komu þeir í gær:  Ólafur með ca. 170 smálestir karfa, Þórólfur með 180 smálestir, Gulltoppur með 210 og Snorri goði með 220.230 smálestir.

Togarinn Garðar var lengst að leita bátanna, en er nú kominn með ca. 200 smálestir.

Hingað til Siglufjarðar hafa komið í haust, fyrir utan þann afla sem skipin komu núna með og skýrt er frá hér að framan, 15.510 mál mál (1 mál= 135 kg.) af karfa, fyrir utan þann ufsa og annan úrgangsfisk, sem skipin hafa komið með. 

í vor komu hingað 6.127 mál, svo í allt er komið hingað yfir 120 þúsund mál eða um 30 þúsund, með því sem skipin eru nú með.

Til Sólbakka hafa komið í allt og allt um 91.500 mál af karfa. 
Afli togaranna til ríkisverksmiðjanna er sem hér segir:

Sindri..................   27.831 mál
Hávarður Ísfirðingur    29.323 mál
Þorfinnur..............   25.495 mál
Hafsteinn.............   13.569 mál
Skallagrímur..........    4.804 mál
Ólafur.................     2.921 mál
Garðar.................    2.854 mál
Snorri goði............    1.508 mál
Gultoppur.............    1.282 mál
Arinbjörn hersir......    1.205 mál
Egill Skallagrímsson.    1.129 mál
Þórólfur...............    1.081 mál

Þeir togarar sem fiskað hafa karfa fyrir Djúpuvíkurverksmiðjuna eru nú hættir karfaveiðum og munu nú fara að fiska í ís fyrir Þýskaland.
Vonandi er að afli glæðist á Halamiðum og tíð verði góð, til þess að karfavinnsla geti orðið hér sem lengst fram á haustið, ekki mun af veita atvinnunnar vegna