Þessi auglýsing birtist í febrúarblaði Einherja, en rekstur Sigló-síldar mun ekki hafa gengið alveg snurðulaust fyrir sig á árinu 1963 frekar en mörg önnur ár.-Framleiðslan mun hafa stöðvast um tíma m.a. vegna skort á umbúðum, þ.e. dósum. Markaðir voru einnig takmarkaðir og erfitt að komast inn á þá, en svo var það hráefnið sem stundum virtist vera of mikið af og þá var það selt aftur, eða það var ekki nægilegt og þá stöðvaðist reksturinn vegna skorts á því.