"Teiknarinn sýnir hvar Gils Guðmundsson undirritar inngöngu sína og leifanna af Þjóðvararflokknum sáluga til "framhaldstilveru" í kærleiksfaðmi kommúnista, en á biðstofunni bíður ritstjóri Tímans, Þórarinn Þórarinsson, stundum nefndur "11. þingmaður kommúnista." Það, sem teiknarinn gefur í skyn, er fyrst og fremst, hver sú "breiðfylking" verði, sem kjósandinn geti valið í stað samstjórnar lýðræðisflokkanna, ef honum býður svo við að horfa. Annarsvegar Viðreisnarstjórnin, hinsvegar vinstri stjórn, þar sem ko