Handhafaskuldabréf “Rauðku”

Einherji 5. október 1944

Handhafaskuldabréf “Rauðku,” að upphæð   ½ miljón króna, eru boðin út almenningi í Siglufirði og útgerðarmönnum og sjómönnum utan Siglufjarðar til kaups - 500 kr. og 1000 kr. bréf.

Siglfirðingar! 

Nú gefst yður tækifæri til þess að sýna í verki, að þér viljið hjálpa Rauðku og kaupa handhafaskuldabréfin. 

Bærinn ábyrgist greiðslu þeirra, en mesta og besta tryggingin er þó í því ákvæði, að áfallnir vextir og útdregin skuldabréf eru gjaldgengir eyrir upp í bæjargjöld. 

Það ákvæði er jafngóð trygging fyrir kaupendur og ríkisábyrgð, ef ekki betra, því að meðan bærinn er við líði mun ávallt þurfa að greiða einhver gjöld til hans, útsvör o.fl. 

Þá eru vextirnir 4½%, en hvergi í bönkum eða sparisjóðum er hægt að fá svo háa vöxtu, ekkert nálægt því. 

Rauðka er stórfellt atvinnutæki yður Siglfirðingum til handa. Notið tækifærið til sameiginlegra átaka til þess að AUKA ATVINNUNA Í BÆNUM, til less að auka yðar eigin atvinnu. Öllu því fé, sem þér eigið og megið án vera, eigið þér að verja til kaupa á handhafaskuldabréfum Rauðku. 

Sjómenn og útgerðarmenn, hvar sem eruð á landinu! 

Munið, að síðastliðna síldarvertíð töpuðuð þér mörgum miljónum króna á löndunartöfum og skorti á nægilegri móttöku hjá síldarverksmiðjunum í landinu. 

Ef þér með handhafaskuldabréfakaupum hjálpið til þess, að Rauðka komist upp, getur tap yðar á hverju sumri á ófullnægjandi móttöku síldar orðið yfir 4 miljón kr. minna, eða m.ö.o. gróði yðar af atvinnu yðar og útvegi yfir 4 miljónir króna meiri.1)

Væri það ekki til vinnandi fyrir yður að leggja eitthvað af fé yðar, er þér megið án vera, til bréfakaupanna. 

1)Telja má ekki ólíklegt, að í góðu meðalári tæki Rauðka á móti 225.000 málum síldar.

Með síldarverðinu s.l. sumar næmi það 4.050.000 kr. handa sjómönnum til þess að fá þennan gróða!

Aldrei hafið þér fengið betra tækifæri til þess að efla yðar eigin atvinnu og tryggja framtíð hennar! Notið þetta einstæða tækifæri!

Bréfin eru seld í skrifstofu Rauðku, Útvegsbankanum, Sparisjóðnum, bæjarskrifstofunni og bæjarfógetaskrifstofunni. 

Upplýsingar fást einnig á þeim stöðum. 

Siglfirðingar! Gætið sóma yðar og atvinnu í því að kaupa bréfin! 

Sjómenn og útgerðarmenn hvaðanæva af landinu! Gætið atvinnu yðar og útvegs í því að kaupa bréfin! 

Framtíðar orðtak Íslendinga á að vera: meiri atvinna, meiri og arðvænni útvegur! 

Dragið því ekki kaupin !