Ætlar ríkisstjórnin að svíkja Siglfirðinga um lýsishersluverksmiðjuna ?

01-28 Mjölnir 28 janúar 1948 

Langt er síðan farið var að tala um að reisa lýsishersluverksmiðju á Íslandi. Úr framkvæmdum hefur litið orðið og allt fram að  því, að nýsköpunarstjórnin var mynduð, virðast þær ríkisstjórnir, sem setið hafa ekki hafa hugsað um málið í alvöru, hvað þá að hafist væri handa. 

Nýsköpunarstjórnin hefur framkvæmdir. 

Lýsishersla er ein af þeim fáu atvinnugreinum, sem hægt er að reka með stóriðjusniði hér á landi. 

Með því að herða lýsið getum við tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað útflutningsverðmæti síldarlýsis. og jafnvel lagt grundvöll að stóriðnaði með því að fullvinna lýsið og flytja út smjörlíki, sápur og fleira, sem úr því er framleitt. Slíkur iðnaður myndi veita gífurlega atvinnu hér á landi og margfalda útflutningsverðmæti lýsisins.

Þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð í október 1944 var það eitt af fyrstu verkum þáverandi atvinnumálaráðherra Áka Jakobssonar að hefja undirbúning að byggingu lýsishersluverlesmiðju. 

Ólafur B. Bjarnason efnafræðingur var sendur utan til að kynna sér rekstur hersluverksmiðja og til að afla tilboða í vélar og efni. Eftir að þeirri ferð var lokið, var skipuð byggingarnefnd verksmiðjunnar, og aflað með lögum lántökuheimildar hjá A1þingi til greiðslu á stofnkostnaði. 

Byggingarnefndin hófst þegar handa. Byrjað var á því að rannsaka hvar hentugast væri að byggja verksmiðjuna. Eftir ýtarlega athugun lagði nefndin það til við þáverandi atvinnumúlaráðherra, að hún yrði byggð á Siglufirði og féllst hann á það og er ríkisvaldið þar með búið að binda sig um staðsetningu verksmiðjunnar. 

Því næst var farið að afla véla. Lögð var áhersla á að kaupa þær vélar, sem lengstur var afgreiðslutími á, þ.e. vélar til vatnsefnisframleiðslu og var fest kaup á þeim í Englandi fyrir ca. 1,3 milljónir íslenskra króna en afgreiðslutíminn var 13 mánuðir. 

Þessar vélar eiga að vera tilbúnar í apríl mánuði n.k. Byggingarnefndin var önnum kafinn í starfi sínu. 

Hún var búinn að útvega reyndan erlendan efnaverkfræðing til að takast á hendur tæknilega stjórn á verksmiðjunni. 

Það var meining hennar að hefja smíði verksmiðjunnar árið 1947 og ljúka smíðinni árið 1948, svo að hægt væri að starfrækja hana veturinn 1948 -'49.