Bíó-Saga Siglufjarðar. Forsíðan

Þessi vefur, Bíó-Saga Siglufjarðar. inniheldur gamlar upplýsingar og fróðleik á þessu svæði, um ýmislegt frá upphafi varðandi sögu kvikmyndasýninga á Siglufirði. - 

Aflað hefur verið gagna úr gömlum heimildum, meðal annars frá bæjarblöðunum, sem gefin hafa verið út á Siglufirði, allt frá árinu 1917.  

Þarna kennir ýmissa fróðlegra og kynlegra "grasa", sem kemur manni til að brosa í sumum tilfellum, þar sem ýmsir pennar láta í sér "heyra" um málefni sem sumir þeirra, höfðu takmarkaða, eða alls ekki þekkingu á. 

Þetta efni ætti að höfða til áhugamanna um kvikmyndir, almennt, ekki aðeins Siglfirðinga. 

-Allir, þeir sem búa yfir fróðleik um bíó á Siglufirði -- og eða, öðrum gömlum sögum sem beint eða óbeint tengjast bíó. Eru beðnir að upplýsa viðkomandi, til birtingar á þessum síðum mínum. Einnig eru vel þegnar aðrar ábendingar, hvaðan sem þær koma.

Siglufjörður er sjáleg borg
segja allir.
Áður voru hér engin torg
engar hallir.
Engar götur - engin lugt,
engin bræðsla.
Enginn grútur – engin fugt,
eintóm hræðsla............

1. "Vers" af 6, úr “Ljóði frumbyggjans”, tekið úr bók Björns Dúasonar: “Síldarævintýrið á Siglufirði” 

Fróðleiksmolar um kvikmyndasögu Siglufjarðar: Höfundur/safnari, ábyrgðarmaður og eigandi: Steingrímur Kristinsson Siglufirði. 

Blaðið FRAM 20 janúar 1917

Frétt þar sem orðið „Bíó“ kemur fyrir

Fyrstu skrifaðar heimildir í blöðum á Siglufirði, um Bíó-hús voru í blaðinu Fram frá 20 janúar 1917, en þar er talað um vonbrigði vegna grímudansleiks sem fram fór í "Bíó" 
Ekki er frekari grein gerð fyrir húsinu, né hvar þetta "Bíó hús" var staðsett.  -
Þá er einnig getið um "Bíó" í tengslum við stofnfund Ungmannafélags, en Guðmundur Skarphéðinsson kennari boðaði til hans með greinarkorni þann 20. maí 1917, einnig í blaðinu Fram