Íslandskvikmyndin var sýnd hér á dögunum. + Nýtt bíóhús

SÍLDIN 5. ágúst 1939

Mörg skínandi falleg  atriði eru í myndinni s.s. fossarnir  og laxastökkin, eins ýmis atriði úr  herpinótaveiðinni; síldartorfan, háfunin ofl. Mörg atriði er aftur á  móti leiðinleg og ekki sýnandi  ókunnugum, eins og td. ýmis  sóðaskapur og hirðuleysi, sem sést  alltof vel í kaflanum um síldarverkunina.

Myndatökumaðurinn, en það er: HRAÐINN;  Siglufjarðarhraðinn.

það er eins  og valin hafi verið hægasta vinnan  og silalegustu handtökin. Ein kona  sást þó hausskera og leggja niður.  síld af mesta myndarskap.

Hitt var  bara "puð". Hvers vegna fékk  maður ekki að sjá nót kastað og  "snurpað"?

það er þó sýningarvert.  Eða þá frákeyrslu við grófsöltun,  eða kverkun- og niðurlagningu í  fyrstu tunnur við grófsöltun, svo  sem 50 stúlkna röð.

Það mundi  hvarvetna vekja hrifningu. þarna  var sýnt mikið af lélegri vinnu  lítið af góðri. Fólkið, bæði sjómenn  og síldarverkunarfólk, sem sást á  myndinni, var hraustlegt- og menningalegt.

Ef jafnframt hefði verið sýnt,  hvernig það gat unnið hraðast og  best, var hægt að afla sér með því  virðingar og trausts í útlöndum,  eins og mig minnir að einhver  blöð hafi talið að umrætt  myndarkorn væri líklegt til að  gera.

Engin undirskrift
------------------------------------------------------------ 

Einherji 15. júní 1944

Siglufjarðarbíó. 

Fyrir nokkrum dögum tók hér  til starfa nýtt bíó, er nefnist  Siglufjarðarbíó.

Er bíóið starfrækt í Alþýðuhúsinu, og eru það verkalýðsfélögin  "Þróttur" og "Brynja" sem starfrækja bíóið. Húsið hefur verið  málað, salur stækkaður og bætur.  Sæti eru stoppuð og rúmgóð og  eru sæti fyrir um 180 manns. 

Sæti og annar útbúnaður, svo og  hreinlæti og umgangur allur í húsinu er til mikilla bóta frá því sem  Siglfirðingar hafa átt að venjast  frá Nýja-Bíó, enda var ekki úr  háum söðli að detta í þeim efnum. 

Vonandi skapast heilbrigð samkeppni milli bíóanna um aukinn  þrifnað og reglusemi í hvívetna. 

Framkvæmdastjóri Siglufjarðarbíós  er Þórhallur Björnsson.