Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur

Ég fékk þetta blað sent frá höfundi, hluti endurminninga Þorgeirs Þorgeirssonar, sem gekk í Barnaskóla Siglufjarðar og bjó hjá Skólastjóranum Friðrik Hjartar og konu hans. 

Veiki drengurinn sem hann nefnir, innan við gluggann var ég undirritaður, en ég hafði hirt eldgamla sýningavél í rusli (með leyfi pabba) í herbergi við hlið sýningarklefans í Nýja Bíó. Ég hafði hreinsað vélina og gert gangfæra, vann við það heima, setti síða 200 w ljósperu inn í stóran brjóstsykurdunk og kom fyrir við bak vélarinnar og sýndi bíó.

Ég var snemma mikill grúskari, sem pabbi var ánægður með, nema þegar ég tók í sundur sveinstykkið hans sem var útvarpstæki, þá 8 eða 9 ára, þá var hann ekki ánægður í fyrstu, en fylgdist svo með mér er ég setti það saman aftur.   sk

Frá vinstri : Þorgeir Þorgeirsson, Henning Bjarnason, Steingrímur Kristinsson og Indriði Einarsson - Ljósmynd: Valborg Steingrímsdóttir