Nokkrar stuttar frásagnir af bruna á Siglufirði 1951

Vísir 8 janúar 1951

Vélbátur skemmist af eldi. 
Í fyrradag kom upp eldur í vélbátnum „MillÝ", þar sem hann lá við bryggju á Siglufirði, og skemmdist hann verulega, áður en slökkviliðinu tækist að kæfa eldinn. Það er víst, að kviknað hafi út frá olíuofni, sem var í káetu bátsins, en menn höfðu verið að vinna í bátnum daginn áður.

Læstist eldurinn brátt um káetuna og stýrishús og brann allt innan úr þeim, en hins vegar tókst að afstýra því, að eldurinn kæmist fram fyrir vél. Enginn maður var um borð, er eldsins varð vart. Skemmdir urðu miklar, eins og fyrr segir, en þær hafa enn ekki verið metnar. Framkvæmdastjóri v.b „Milly" og einn af eigendum hans er Þóroddur Guðmundsson, V.b. Millý er 50 lestir.
-----------------------------------------------------

Tíminn 9 janúar 1951
Bátur í Siglufirði skemmist af eldi
Seint á laugardagskvöldið kom eldur upp í vélbátnum Millý í Siglufirði. Lá hann við bryggju, og höfðu menn verið við vinnu í honum um daginn. Slökkviliðið kom á vettvang, og var þá mikill eldur i káetu og stýrishúsi og brann þar allt.

Líklegt er að kviknað hafi í útfrá ofni í káetu, en báturinn var mannlaus, er eldurinn kom upp er eldurinn kom upp. Millý var smíðaður í Englandi 1883, eign hlutafélagsins Millý í Siglufirði.
-----------------------------------------------------

Siglfirðingur 11. janúar 1951

Kviknar í “Milly"

Fyrir skömmu kom upp eldur  í m.b. Milly og urðu allmiklar  skemmdir á skipinu. Blaðinu er  ekki kunnugt um eldsupptök, en  skipið mun nú komið í "slipp" til  viðgerðar hjá Slippfélaginu hér á  Siglufirði. Eigandi skipsins er  Þóroddur Guðmundsson útgerðarmaður.
------------------------------------------------------ 

Vísir 14 febrúar 1951

Í gær í gœr kom upp eldur í húsinu nr. 41 á Siglufirði og breiddist svo skjótt út, að íbúar þess komust nauðulega út. Svo vildi til, að allt heimilisfólkið nema unglingstelpa, lá í influenzu, og komst það með naumindum út fáklætt, eins og fyrr segir.

Tveir menn, þeir Ásgeir Gunnarsson og Bergur Magnússon, bjuggu þar ásamt fjölskyldum sínum, og mun eldurinn hafa kviknað út frá olíukyntri miðstöð í íbúð Ásgeirs. Skemmdir urðu miklar á báðum íbúðunum.
------------------------------------------------------ 

Morgunblaðið 14 febrúar 1951

Fólk, sem lá í inflúenzu, bjargaðist fáklætt úr brennandi húsinu  

SIGLUFIRÐI, 13. febrúar. — Um hádegi í dag kom upp eldur í húsinu Suðurgötu 41 hjer á Siglufirði. Er það timburhús, ein hæð og ris. Fólk, sem lá í inflúenzu, bjargaðist fáklætt út úr húsinu.

Húsið Suðurgata 41 er eign þeirra Ásgeirs Gunnarssonar og Bergs Magnússonar, sem báðir áttu heima í því ásamt fjölskyldum sínum.

LÁ í INFLUENZU
Eldurinn kviknaði út frá olíukyntri miðstöð í íbúð Ásgeirs. Allt heimilisfólkið lá í inflúenzu nema telpa, sem var á fótum og varð eldsins vör. Ekki hafði fólkið tíma til að klæðast, eða hafa nein föt með sjer og bjargaðist það út fáklætt.

ELDURINN SLÖKKTUR
Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins á tiltölulega skömm um tíma. Var þá íbúð Ásgeirs öll brunnin að innan og var engu bjargað úr henni. Einnig skemmdist íbúð Bergs mikið, en þar var nokkru af innanstokksmunum bjargað. Hús og innanstokksmunir munu nafa verið vátryggðir. 

Gæðaskólanum á Siglufirði lokað
 SIGLUFIRÐI, 13. febrúar. — Inflúenza er nú orðin allútbreidd á Siglufirði. Einnig hafa orðið nokkur brögð að öðrum sjúkdómum hjer. Í dag varð að grípa til þess ráðs að loka Gagn fræðaskólanum, þar sem fjarvistri nemenda voru orðnar miklar
------------------------------------------------------

Morgunblaðið 31 mars 1951

Tunnuverksmiðja skemmist af eldi

ÓTTAST er, að allmiklar skemmdir hafi orðið á Tunnuverksmiðju ríkisins á Siglufirði, er eldur kom upp í Tunnuverksmiðju ríkisins um kl. 5,30 í gærkveldi. —
Fyrir nokkrum vikum flutti verksmiðjan í það hús, sem hún nú er í.

Verksmiðjuhúsið, sem er  stálgrindarhús, mun ekki hafa skemmst, en raflagnir, bæði fyrir ljós og vjelar, munu hafa stórskemmst bæði af eldi og vatni. Eins er talið, að vjelar hafi orðið fyrir vatnsskemmdum, en í gærkveldi var ekki búið að rannsaka það, enda allt í myrkri, svo að aðstaðan til þess var

ekki góð. Efni mun hafa sloppið því nær óskemmt. Eldurinn var allmikill, er

slökkvilið bæjarins kom á vettvang. Um 30 manns hafði atvinnum við verksmiðjuna.
------------------------------------------------------

Þjóðviljinn 1 apríl 1951

Tunnuverksmiðjan á Siglufirði skemmist af eldi

Um klukkan hálfsex í fyrradag kom upp eldur í tunnuverksmiðjunni á Siglufirði. Vinnu var lokið en verið var að taka til í verksmiðjunni. Ekki er vitað með vissu um upptök eldsins, en búizt var við að kviknað hafi í út frá upphitunartækjum.

Slökkviliðinu tókst von bráðar að slökkva eldinn, en skemmdir urðu talsverðar, bæði af eldi og vatni, en enn er ekki vitað hversu miklar þær eru. Mikill snjór er á Siglufirði, en veður hefur verið gott undanfarna daga, en í gærkvöld var aftur að ganga til norðaustanáttar og leit úr fyrir snjó komu.
------------------------------------------------------

Tíminn 1 apríl 1951

Tunnuverksmiðjan í Siglufirði skemmd af eldi
Síðdegis i fyrradag kom upp eldur í tunnuverksmiðjunni í Siglufirði, en slökkviliði Siglufjarðar tókst að vinna bug á eldinum á rösklega hálfri annarri klukkustund. Sviðnaði allmikið loft verksmiðjunnar, og raflagnir byggingarinnar ónýttust.

Einn maður, Ástvaldur Kristjánsson verkstjóri, brenndist talsvert á höndum og í andliti. Mikið af efni í tunnur var geymt í verksmiðjunni, er var nýlega tekin til starfa, og hefði orðið þarna stórfellt tjón, ef slökkviliðinu hefði ekki tekizt að kæfa eldinn í tæka tíð. Verið er að rannsaka upptök eldsins, sem kom upp í spónum frá tunnuefni, ef til vill út frá hitakerfi.
------------------------------------------------------ 

Morgunblaðið 1 apríl 1951

Efni í 30,000 tn. var í verksmiðjunni
í SKEYTI frá frjettaritara Mbl.á Siglufirði, um brunann t tunnuverksmiðju ríkisins í fyrrakvöld segir, að er eldurinn kom upp í verksmiðjunni hafi þar verið full unnið efni í 30 þúsund tunnur, botnar og stafir.
Botnsefnið blotnaði af vatni, en mun ekki skemmast neitt við það. Raflagnir allar i verksmiðjunni eyðilögðust, eins loftið yfir vinnusalnum, er brann mikið. Í vinnusalnum er stór múrofn, sem brennir öllum úrgangi, fræsinu, og hitanum frá honum blásið út um vinnuplássið til hitunar því. Út frá blásaranum er talið að eldurinn hafi kviknað.
------------------------------------------------------

Þjóðviljinn 7 september 1951 Frá fréttaritara Þjóðv. Siglufirði

Kviknar í bát
Í gær kom upp eldur í mb. Ernu er hún var skammt frá Sauðanesi, á suðurleið frá Siglufirði. Var sendur bátur til hjálpar en áhöfnin var búin að slökkva áður en hann næði til Ernu. Veður hefur verið slæmt í Siglufirði í hálfa aðra viku. og skipin legið inni. í gær létti til og héldu mörg Íslenzku skipin suður en útlendu skipin út á mið.
------------------------------------------------------