Brunar 1964-1966 á og tengt Siglufirði

Morgunblaðið 19 september 1964 Siglufirði, 18. sept

Sjálfsíkveikja í Verksmiðju S.R..

SLÖKKVILIÐIÐ hér var ræst út kl. rúmlega 6 í morgun og var eldur laus í soðkjarnamjölsverksmiðju S.R. Vinnslu var hætt í gærkvöldi kl. 12, en kl. sex í morgun er menn komu til vinnu í fyrirtækinu sáu þeir reyk, þar sem ekki átti að rjúka. Þegar slökkviliðið kom á vettvang uppgötvaði það að sjálfsíkveikja hafði orðið í mjöli. Eldur var lítill og fljótt slökktur og engar teljandi skemmdir.
S.K.
----------------------------------------------------------------

Vísir 7 febrúar 1966

Eldur í Hafliða við Færeyjar

Eldur kom upp í gær í Siglu fjarðartogaranum Hafliða þegar hann var á heimsiglingu úr söluferð til Þýzkalands. Togarinn leitaði þá inn til Klakksvíkur og tókst að slökkva eldinn. Vegna þess að slæmt símasamband er milli Þórshafnar og Klakksvíkur, höfðu ekki fengizt ýtarlegar fréttir um atburð þennan og vita forráðamenn skipsins ekki nánar um hann.

Fregn sú sem blaðið hefur um þetta, sem enn er lausafregn segir að enginn maður hafi meiðzt. Sjópróf vegna atburðarins eiga að fara fram í Klakksvík.
------------------------------------------------- 

Tíminn 8 febrúar 1966 - SJ—Reykjavík, mánudag.

ELDUR f HAFLIÐA í gær kom upp eldur í togaranum Hafliða frá Siglufirði er hann var á heimleið úr söluferð til Þýzkalands. Eldurinn var slökktur í hafi, en togarinn sigldi til Klakksvíkur til frekara öryggis. Togarinn er væntanlegur til Siglufjarðar um hádegi á morgun og fara sjópróf fram þar.

Blaðið hafði samband við Baldur Eiríksson á Siglufirði, og hafði hann ekkert frekar um málið að segja, annað en það, að sér skildist að eldurinn hafi komið upp undir katlinum og ekki væri kunnugt um slys á mönnum. Hafliði er í eigu bæjar útgerðar Siglufjarðar; áður hét hann Garðar Þorsteins son, smíðaður 1948.
-------------------------------------------------

Þjóðviljinn 4 nóvember 1966

Sigldu brennandi bátnum til lands í gær kom upp eldur í vélbátnum Æskunni frá Siglufirði úti á sjó. Tókst áhöfninni að sigla bátnum til lands í Ólafsfirði við illan leik, en þar beið slökkviliðið tilbúið við höfnina.
Mikið tjón varð á bátnum, en engan mannanna sakaði.
-------------------------------------------------