Hannes Garðarsson (Hannes Boy)

Hannes Garðarsson - (Hannes Boy)

Hannes Garðarsson  Fæddur á Siglufirði 1. janúar 1930 - Látinn 18. janúar 1999 –

Faðir Hannesar:  Garðar Steingrímur Friðbjörn Hannesson 1901 – 1960  - 
Garðar Hannesson var ætíð trillusjómaður, en starfaði á sumrin í Síldarverksmiðjunni Gránu, þar aðallega við síldarpressu. En þá voru í upphafi notaðar svokallaðar pokapressur, sem voru handknúnar, en Garðar var mjög vel að manni. Hann var nokkuð drykkfeldur, sem háði honum seinnihluta æfi sinnar.

Barnsmóðir Garðars var
Hallfríður Anna Pálsdóttir 1907 - 1989 -
Þau áttu einnig annan son;

  • Einar Alfred Garðarsson 1931 - 1947
    --------------------------------------------------

Byssusaga:

Guðni Gestsson sem býr í Bankok í Tælandi sendi mér eftirfarandi sögu, sem flestir eldri Siglfirðingar hafa heyrt og er skemmtilegt að rifja hér upp.

Einu sinni sem oftar voru þeir Hannes Beggólín (Hannes boy) og Bjarni Finnu sem giftur var Siggu Bjarna, að fá sér í glas, það er þeir voru á fyllirí.

Með þetta ráðabrugg var Sigga kona Bjarna, síður en svo ánægð, en hún var öllu jöfnu nokkuð ýtin við bónda sinn og vildi ráða ferðinni. Hún var síður en svo ánægð með drykkjufélagann Hannes sem var þekktur túramaður en gerði þó aldrei flugu mein frekar en Bjarni.

Hún vissi hvar þeir voru að drekka, drykkjarveisla þeirra félaga átti sér stað í skúr sem Hannes hafði til að geyma veiðarfæri ofl. tilheyrandi trillu sinni sem hann gerði út til að afla sér viðurværis og dropans, sem stundum entist honum til vikunnar. 

En skúr/hús þetta var við Bátastöðina gömlu, hús sem í dag er horfið en í stað þess er kominn Veitingastaðurinn "Hannes Boy“  með nafn til minningar um þennan vinsæla karakter Hannes Garðarsson,Hannes Boy, góðvinur Róberts Guðfinnssonar, sem þá var ungur drengur.

Þegar drykkjan stóð sem hæðst og félagarnir orðnir vel slompaðir, er barið all harkalega að dyrnar en þeir svara ekki fyrst i stað svo er barið aftur og nú ofsa hörð högg og kallað með grimmdartón fyrir utan.

“Ég veit að þið eruð þarna inni, og Bjarni komdu strax út og svo rek ég þig heim helvítis skepnan þín og fyllibytta”.

Þessu svarar Hannes hinn rólegasti en þó hvelli röddu.

“Helvítis kerling, ef þú andskotast þér ekki í burtu þá skýt ég þig með haglabyssunni minni, ég er að hlaða byssuna”.

Siggu líst ekki á blikuna og færir sig frá dyrunum. Hannes ryðst út með látum og haglabyssuna í höndunum, Bjarni hreifir sig ekki,  en hann heyrir að það er skotið úr byssunni, en Hannes hafði skotið upp í loftið.

Sigga tóku á rás og forðaði sér í burtu hrædd við þennan brjálæðing !

Þegar Hannes kemur glottandi til baka, spyr Bjarni Hannes með rólegri og yfirvegaðri röddu: 

“Lá hún” ?        

Guðni Gestsson
-------------------------------------------------------

Þessir tveir félagar og nánir frændur, Hannes Garðarsson og Bjarni Bjarnason voru vel þekktir og iðnir við stútinn, en gerðu aldrei neinum mein svo síður væri, Bjarni flutti seinna til Vestmannaeyja ásamt konu sinni Sigríði Bjarnadóttur. (Siggu Bjarna)

Hannes hélt sig á heimaslóðum til æviloka, utan þess sem hann stundaði sjóinn, allt frá trillu sinni til togara og eignaðist marga góða og trygga vini, bæði sér yngri og eldri.

Einn góðan veðurdag fékk Hannes sér skellinöðru, smellti saman fingrum og hætti að drekka, síðar tók hann bílpróf og fékk sér bíl. Hannes Garðarsson lést árið 1999,  - 69 ára  
Hannes greindist með krabbamein árið 1996 (ca), 
Þá var honum ráðlagt að hætta að reykja, en hann var stórreykingamaður; einn til tveir pakkar á dag.

Hann smellt fingri og sagði. "Nú, þá hætti ég bara að reykja." Það gerði hann átakalaust þar til yfirlauk árið 1999 er hann lést

Upplýsingar:

Amma Hannesar, (Hannes Boy) sem ól hann að mestu upp hét Lilja Björg Bjarnadóttir og "þaðan" fékk Hannes viðurnefnið Beggólín, en sú gamla (einnig amma mín (sk)) var kölluð Begga.  - Lilja Björg var móðir föður míns Kiristins Guðmundssonar útvarpsvirkja.

Viðurnefnin Hannes Boy, og Boyarinn fékk hann um borði einhvejum togaranna sem hann var á. 

Bjarni Bjarnason vinur og frændi Hannesar, var aftur á móti var kallaður “Bjarni Finnu” hann var kenndur við móður sína sem kölluð var Finna; Guðfinna Bjarnadóttir. (Hannes og Bjarni voru systrabörn)  Meira um Bjarna

Steingímur Kristinsson  
-----------------------------------------

Gunnar Trausti

Valgeir Sigurðsson veitingamaður þá kokkur á Hafliða sagði mér þá sögu að einhvern tíma hefði Hannes komið upp í eldhús á útleið, mjög illa fyrirkallaður. Hann spyr Valla hvort hann eigi ekki einhverja bökunardropa? 

Valgeir þótti það ótækt að menn væru að drekka svona óþverra en fann samt handa Boyaranum karidimommuglas  handa honum, sem Hannes skellti í sig. 

-"Hvernig geturðu drukkið þennan óþverra spurði Valgeir." 

Beggólín brosti sínu sætasta:-
"Ég skal segja þér það, að það er yndislegt þegar áhrifin koma. Síðan ropar maður og þá er eins og sé heilt bakarí uppí mér!  

  • Þessir tveir félagar Hannes Garðarsson og Bjarni Bjarnason (Finnu) og nánir frændur voru vel þekktir og iðnir við stútinn, en gerðu aldrei neinum mein svo síður væri. Bjarni flutti seinna til Vestmannaeyja ásamt konu sinni Sigríði Bjarnadóttur. (Siggu Bjarna)

  • Ættartal Hannesar

  • Garðar Hanneeson ásamt sonum sínum; Einar og Hannes Garðarssynir