Axel Jóhannes Schiöth

Ókunnur ljósmyndari

Axel Jóhannes Schiöth skipstjóri lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, 14. maí sl (2004)., 74 ára að aldri. Axel Schiöth fæddist á Siglufirði 22. ágúst árið 1929. Foreldrar hans voru Aage R. Schiöth, lyfsali og konsúll á Siglufirði, og Guðrún Ellen Julsø Schiöth húsmóðir.

Axel stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla Siglufjarðar en hann tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1948. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1952 og skipstjórnarprófi (B-5) frá Seefahrtschule í Cuxhaven árið 1970.

Axel var skipstjóri á fyrsta íslenska skuttogaranum sem Íslendingar eignuðust, Siglfirðingur SI 150, sem var 300 tonna skuttogari er Axel keypti til landsins frá Noregi í félagi við aðra árið 1966.

Axel var gerður að heiðursfélaga hjá Slysavarnafélagi Íslands árið 1942 fyrir frækilega björgun úr Siglufjarðarhöfn, þá aðeins 12 ára gamall.

Eftirlifandi eiginkona Axels er Sigurbjörg Karlsdóttir Schiöth.