Benedikt Sigurjónsson, smiður

Benedikt Sigurjónsson, smiður - Ljómyndari ókunnur

Benedikt Sigurjónsson fæddist á Steinavöllum í Fljótum hinn 17. september 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni í Siglufirði hinn 15. apríl síðastliðinn.

Foreldrar hans voru Sigurjón Gíslason (f. 27.9. 1891) frá Reykjum á Reykjabraut í A-Húnavatnssýslu og Ingibjörg Þorgrímsdóttir (f. 27.5. 1893) frá Stóra-Holti í Fljótum. Þau eru bæði látin. Systkini Benedikts eru Þórunn, sem nú er látin, Fjóla, María, Rafn, Sigríður og Dúi. Fósturbræður Benedikts eru Þorgrímur og Bragi sem er látinn.

Benedikt kvæntist Regína Frímannsdóttir (f. 16.7. 1936) frá Austari-Hóli í Fljótum hinn 5. október árið 1958. Foreldrar hennar voru Frímann Viktor Guðbrandsson og Jósefína Jósefsdóttir. Þau eru bæði látin.
Afkomendur Benedikts og Regínu eru fimm talsins:
1) Þórhallur Jón Benediktsson, börn hans eru Andri Ísak, Lárus og Eva María.
2) Ingibjörg Jósefína Benediktsdóttir, maki hennar er Þorsteinn Jóhannsson, börn þeirra eru Benedikt, Rósa Mary og Bryndís.
3) Hanna Þóra Benediktsdóttir, maki hennar er Ingvar Kristinn Hreinsson, þeirra börn eru Gurrý Anna, Hreinn Júlíus, Þórhallur Dúi og Helena Margrét.
4) Berglind Svala Benediktsdóttir, maki hennar er Ingþór Sigurðsson, börn þeirra eru Svavar, Regína Björk og Hafþór.
5) Kristján Dúi Benediktsson, maki hans er Birna Þorbergsdóttir, börn þeirra eru Engilbert Aron og Arnór Elís.