Bjarni Einar Bjarnason ( Bjarni Bjarnason – Boddi Gunnars)

Bjarni Bjarnason (Boddi Gunnars)

Bjarni Einar Bjarnason ( Bjarni Bjarnason – Boddi Gunnars) fæddist í Reykjavík 12 júlí 1921. Hann lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi 23. nóvember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Steinþóra Einarsdóttir, f. 8.8. 1890, d. 3.3. 1985, og Bjarni G. Dagsson sem drukknaði í febrúar 1921.
Fósturfaðir Bjarna var Gunnar Jóhannsson, f. 29.9. 1895, d. 17.10. 1971.

Hinn 7. júní 1953 kvæntist Bjarni Júlíöna Símonardóttir, f. á Siglufirði 18.3. 1930, d. 9.4. 2002.

Bjarni og Júlíana bjuggu fyrst á Siglufirði en síðastliðin 40 ár í Hafnarfirði, fyrst á Hellisgötu 20 og síðar á Álfaskeiði 55. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru:

1) Særún Bjarnadóttir, f. 8.12. 1949, maki Guðni Einarsson, f. 27.11. 1946, og þeirra börn eru: a) Einar Ragnar, sambýliskona hans er Ástrós Sigurðardóttir og dóttir þeirra er Birta Ósk. b) Guðríður, sambýlismaður hennar er Gestur Pálsson og synir þeirra eru Ísak Páll og óskírður.
2) Kristín Bjarnadóttir, f. 25.12. 1952, maki Ólafur Karlsson, f. 1.10. 1954, sonur þeirra er Bjarni Leó. Áður átti Kristín dótturina Steinþóru. Dóttir Steinþóru og Tryggva Þórs Svanssonar er Kristín Sunna.
3) Ólöf Bjarnadóttir, f. 8.8. 1956, maki Jón Ragnarsson, f. 12.7. 1959. Börn þeirra eru: a) Kristens, sambýliskona Kristbjörg Sigurðardóttir, sonur þeirra Andri Þór. b) Júlíana, sambýlismaður Staffan Linné. c) Erna Bjarklind.
4) Símon Þór Bjarnason, f. 15.9. 1962, maki Þóra G. Þórisdóttir, f. 27.5. 1960. Þeirra börn eru: a) Matthías. b) Eydís Ósk. c) Símon Már.

Bjarni stundaði ýmis verkamannastörf en var mest til sjós fram til 1969 en þá hóf hann störf hjá Íslenska álfélaginu í Straumsvík. Bjarni vann í Straumsvík til 70 ára aldurs.
---------------------------------------------------------------------------------

Ath, (sk): Á tenglinum hér neðar, má lesa meira um vin minn Bjarna Bjarnason. > http://www.sk2102.com/436527801