Bjarni Kjartansson, deildarstjóri

Bjarni Kjartansson

Bjarni Kjartansson fæddist á Siglufirði 31. júlí 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 27. ágúst 2015.

Foreldrar hans voru Kjartan Bjarnason, f. 13. október 1911, og Helga Gísladóttir, f. 31. maí 1910, bæði látin. Börn þeirra eru:

1) Bjarni Kjartansson
2) Svanhildur Kjartansdóttir (Stella), f. 3. ágúst 1934, d. 31. mars 2013.
3) Ásta Kjartansdóttir, f. 1937, d. 1939,
4) Ásthildur, f. 14. mars 1940,
5) Gísli Kjartansson, f. 2. júní 1944, og
6) Sigurjón Kjartansson, f. 5. desember 1949.

Bjarni giftist Brynju Guðmundsdóttur, f. 27. ágúst 1937, þann 1. apríl 1956. Börn þeirra: 1. Þórhallur Stefán Skjaldarson, f. 15. ágúst 1953, d. 13. nóvember 2010. 2. Helga, f. 1955, dó 2ja mánaða. 3. Helga Björk, f. 8. október 1956, dóttir hennar Tinna. Faðir Tinnu er Gunnar Erlingsson. 4. Sigrún (Didda), f. 22. nóvember 1957. 5. Kjartan, f. 15. júlí 1959, giftur Margréti S. Sigurðardóttur, börn þeirra eru María Vigdís og Bjarni. 6. Guðmundur Grétar, f. 21. mars 1968, í sambúð með Alice Haywood, dóttir Guðmundar er Friðrikka, móðir hennar er Geirný Geirsdóttir. Brynja og Bjarni bjuggu alla tíð í Reykjavík, nú síðast í Sólheimum 23.

Bjarni ólst upp á Siglufirði, gekk í Barnaskóla Siglufjarðar og Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Síðan lá leið hans suður í Verslunarskólann þar sem hann tók verslunarpróf. Bjarni hóf störf í víxladeild Landsbanka Íslands og starfaði í ýmsum öðrum deildum bankans. Hann réðst til Seðlabanka Íslands við stofnun hans og var ráðinn deildarstjóri ávísanaskiptadeildar 1971 og varð síðan deildarstjóri í endurskoðunardeild 1977. Hann lét af störfum 30. apríl 1999 eftir 45 ára starf.