Björn Þórðarson skipstjóri

Björn Þórðarson skipstjóri

Björn Þórðarson fæddist á Hraunum í Fljótum 19. sept. 1913. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 5. janúar 2006. Foreldrar hans voru Þórunn Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 14. apríl 1884, d. 18. nóvember 1972, og Þórður Guðni Jóhannesson, f. á Sævarlandi í Skefilstaðahreppi í Skagafirði 13. júlí 1890, d. 15. mars 1978. Þórður og Þórunn hófu sambúð á Hraunum, hún var lærður klæðskeri en hann trésmíðameistari.

Til Siglufjarðar fluttu þau 1915.
Systkini Björns eru
1) Davíð Þórðarson, f. 29. september 1915,
2) Sigríður Ólöf Þórðardóttir, f. 2. janúar 1917, d. 20. apríl 2002,
3) Jóhannes Þórðarson lögregluþjónn, f. 29. september 1919,
4) Guðbjörg Auður Þórðardóttir, f. 14. júlí 1921, d. 20. nóvember 1928, og
5) Nanna Þuríður Þórðardóttir, f. 30. apríl 1923, d. 23. nóvember 2005. Auk þessara alsystkina er hálfsystir Björns sammæðra Jóhanna Soffía Pétursdóttir, f. 3. nóvember 1904, d. 13. júní 1970, og hálfsystir hans samfeðra Anna Pálína Þórðardóttir, f. 8. apríl 1935.

Eiginkona Björns var Júlía Jónína Halldórsdóttir, f. á Vermundarstöðum í Ólafsfirði 8. maí 1911, d. á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 25. október 1997. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Jónsson, f. á Þverá í Svarfaðardal 7. mars 1864, d. á Siglufirði 19. mars 1941 og Margrét Friðriksdóttir, f. í Brekkukoti í Svarfaðardal 10. nóvember 1865, d. á Siglufirði 21. apríl 1954. Þau bjuggu fyrst í Böggvisstaðagerði á Dalvík 1890-1894, síðan á Vermundarstöðum í Ólafsfirði 1898-1916 og á Staðarhóli í Siglufirði 1919-1924, er þau fluttu á Siglufjörð. Júlía var yngst 9 systkina sem öll eru látin.

Börn þeirra Björns og Júlíu eru:
1) Þórir Björnsson rafvirki, f. 18.6. 1934, maki Jónína Víglundsdóttir, þau eiga sex börn.
2). Auður Björnsdóttir, f. 16.2. 1936, maki Sverrir Sveinsson, þau eiga fimm börn.
3) Birgir Björnsson bifvélavirki, f. 17.9. 1937, maki Hrafnhildur Stefánsdóttir, þau eiga fimm börn.
4) Sverrir Björnsson skipstjóri, f. 4.1. 1939, maki Ragnheiður Rögnvaldsdóttir, þau eiga þrjú börn.
5) Ægir Björnsson, f. 25. 4. 1940, hann á fjögur börn, sambýliskona nú Christine Johannsson. Afkomendur Björns og Júlíu eru orðnir fleiri en eitt hundrað.