Eggert Ólafsson í Bakka

Eggert Ólafsson

Eggert Ólafsson fæddist á Siglufirði 16. október 1942. Hann lést á heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði 24. júlí 2015.

Foreldrar hans voru Ólafur Sigurbjörnsson, f. 1923 d. 2008, og Jóna Friðriksdóttir, f. 1922, d. 1999. Eggert ólst upp á Siglufirði hjá afa sínum, Friðrik Ingvar Stefánsson, f. 1897, d. 1976, og konu hans, Margrét Marsibil Eggertsdóttir, f. 1903, d. 1985.
Eggert leit á þau sem sína foreldra. Uppeldissystur hans eru Guðný Ósk Friðriksdóttir, f. 1932, og Guðbjörg Oddný Friðriksdóttir, f. 1936, Friðriksdætur.

Systkini sammæðra Óli Þór, f. 1944, Jóhanna, f. 1945, Guðný, f. 1948, Alfreð Hjörtur, f. 1952, d. 1975, Friðrik Ingvar, f. 1954, Bernódus, f. 1957, og Katrín Frigg, f. 1962, Alfreðsbörn. Systkini samfeðra Sigurbjörn, f. 1948, og Gerður, f. 1951 Ólafsbörn.

Eggert giftist Stefanía Guðmundsdóttir, þau skildu. Þau eignuðust tvö börn:
1. Árný Sigurlaug Eggertsdóttir, f. 16.12. 1971, maki Birgir Þórisson, börn þeirra eru Daníel Ágúst, Stefanía Lilja og Berglind Rós.
2. Guðmundur Friðrik Eggertsson, f. 22. 7 1975, sambýliskona Ásthildur Sóllilja Haraldsdóttir, börn hans eru Kristinn Dagur og Svala Dís.

Sambýliskona Eggerts var Þuríður Alma Karlsdóttir, þau slitu samvistum, þau eignuðust einn son. 3. Ingimar, f. 27. 2. 1984.

Þann 17. júlí 1992 giftist Eggert Sólrún Valsdóttir, f. 21.1. 1944 Sólrún á þrjú börn, 1. Valdís, 2. Ólafur og 3. Auður, Ingimarsbörn. Sólrún á sjö barnabörn.

Eggert var lengst af sjómaður og vann hann þar ýmis störf en lengst af var hann kokkur. Seinustu árin, eða frá því hann flutti aftur til Siglufjarðar og þar til hann lét af störfum sökum aldurs, vann hann hjá Siglufjarðarbæ.


Útför Eggerts verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag, 8. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 14.Okkar elskulegi mágur og svili, Eggert Ólafsson, kvaddi þennan heim 24. júlí eftir langvarandi veikindi. Kynni okkar Eggerts hófust þegar systir mín Sólrún (Gógó) og Eggert giftu sig. Þau áttu strax svo fallegt og ástríkt samband og sameiginleg áhugamál.

Það að ferðast bæði innlands og til sólarlanda. Þau voru í húsbílafélaginu Flakkaranum og fóru með víða um land. Eggert starfaði frá unga aldri við sjómennsku, þar til hann veiktist. Þau fluttu úr fallega húsinu sínu í Fossvogi til Siglufjarðar, keyptu þar hús í miðbænum, notuðu það fyrst sem sumarhús en síðan til búsetu.

Eggert hóf fljótlega störf hjá Siglufjarðarbæ. Hann var alltaf fús að taka að sér viðbótarstörf, keyra skólabörnin, hjálpa til á skíðasvæðinu á veturna og útihátíðirnar á sumrin. Okkur hjónum fannst hann oft á tíðum ofgera sér. Það var mjög gaman þegar þau komu suður til okkar á húsbílnum sínum og höfðum við margar skemmtilegar stundir í Traðarlandinu.

Eggert var alltaf svo hress og kátur þrátt fyrir að hann væri orðinn fárveikur. Þegar við töluðum við hann var alltaf sama svarið að hann hefði það svo gott. Við Þórir munum sakna hans og biðjum Guð að blessa minningu hans. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Sólrúnar og fjölskyldu hans. 
Helga og Þórir.