Freyr Baldvin Sigurðsson rafvirki

Freyr Sigurðsson

Freyr Sigurðsson fæddist í Vestmannaeyjum 12. ágúst 1943. Hann lést á heimili sínu Fossvegi 19, Siglufirði 8. apríl 2011. Foreldrar hans voru Sigurður Sigfússon og Helga Baldvinsdóttir. Hálfsystkini Freys voru sex.

Freyr kvæntist 30. desember 1971 Steinunn Jónsdóttir, f. 22.1. 1943, börn þeirra eru:
1) Helga Freysdóttir, f. 21.3. 1963, gift Gunnlaugur Oddsson, f. 15.5. 1962, þeirra börn eru: Bjarkey Rut, f. 19.12. 1981, Freyr Steinar, f. 8.1. 1984, Birkir Fannar, f. 27.8. 1988, og Sigþór Andri. f. 12.7. 1994.
2) Sigurður Freysson, f. 26.5. 1965, kvæntur Jórunni Valdimarsdóttur, f. 14.8. 1964, þeirra börn eru: Ásgeir, f. 27.6. 1986, Arndís, f. 28.4. 1988, og Sigurður, f. 21.6. 1993.
3) Katrín Freysdóttir, f. 7.1. 1977, gift Heimir Birgisson, f. 20.5. 1976, þeirra börn eru: Rakel Rut, f. 27.12. 1998, Birna Björk, f. 19.12. 2003, Steinunn Svanhildur, f. 28.2. 2005, og Birgir Bragi, f. 25.11. 2008. Freyr átti tvö barnabarnabörn, Jón Grétar og Gunnlaug Orra.

Fyrstu árin ólst Freyr upp á Sauðárkróki, en eftir að foreldrar hans skildu fluttist hann með móður sinni til Siglufjarðar, þá sex ára, og átti heima þar alla tíð síðan.

Freyr lærði rafvirkjun og í nóvember 1972 stofnaði hann fyrirtækið Rafbæ ásamt tveimur vinnufélögum sínum og voru þeir með rafmagnsverkstæði og verslun þar til fyrir þremur árum er þeir hættu rekstrinum.

Freyr var góður knattspyrnumaður og var lengi fyrirliði KS og síðan þjálfari. Hann vann mikið að íþróttamálum, félagsmálum og bæjarmálum og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir íþróttafélög, félagasamtök og Framsóknarflokkinn. Freyr var glaðvær og greiðvikinn og nutu börn og barnabörn hans ekki síst og óspart góðs af því.