Ernst Kobbelt vélsmiður

Ernst Kobbelt

Ernst Kobbelt fæddist á Siglufirði 4. mars 1935, átti þar heima alla ævi. Hann lést þar í bæ 19. nóv. 1997

Foreldrar hans voru Eduard Kobbelt vélsmiður, f. í Dortmund í Þýskalandi, 15. apríl 1903, d. á Siglufirði 30. des. 1976, og kona hans Hulda Ester Sigurðardóttir, f. á Akureyri 14. sept. 1911, d. í Kaupmannahöfn 6. mars 1950.
Foreldrar hennar voru Sigurður Baldvinsson póstmeistari á Seyðisfirði og í Reykjavík, f. í Stakkahlíð í Loðmundarfirði 20. febr. 1887, d. 7. jan. 1952, og Kristín Árnadóttir, f. á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 1. júní 1896, d. 31. okt. 1955. Þau voru ógift.
Kristín Árnadóttir giftist síðar Guðmundur Fr. Guðmundsson verkamanni á Siglufirði.

Eduard og Hulda Sigurðardóttir slitu samvistum. Hún fluttist til Kaupmannahafnar, en börn þeirra, Ernst Kobbelt, og Ester húsfreyja á Seyðisfirði, f. 21. febr. 1930, ólust upp hjá föður sínum á Siglufirði.

Skagfirsk kona, Helga Sigurðardóttir, annaðist heimilishald hjá Kobbelt-fjölskyldunni næstu árin eftir að Hulda fluttist úr landi, en Ester tók við skömmu eftir fermingu.

Hinn 25. maí 1958 kvæntist Ernst Guðrún Magnúsdóttir. Hún fæddist á Siglufirði 11. júlí 1937 og lést þar 21. sept. 1990. Foreldrar hennar voru Magnús Vagnsson síldarmatsstjóri, f. 3. maí 1890 að Leiru í Grunnavík, d. 12. febr. 1951 á Siglufirði, og k. h. Valgerður Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 19. des. 1899, d. 5. mars 1978 á Siglufirði.
Ernst og Guðrún hófu búskap sinn í Hvanneyrarbraut 44, húsi Magnúsar og Valgerðar, og bjuggu þar til æviloka.

Þau eignuðust þrjú börn:
1) Hulda Ernstdóttir, f. 13. mars 1958, gift Vernharður Hafliðason netagerðarmeistara á Siglufirði. Þau eiga tvo syni, Víði, f. 12. júní 1977, og Fannar, f. 2. okt. 1981.
2) Alma Ernstdóttir, f. 5. maí 1960. Maður hennar er Ásgeir Björnsson, doktor í líffræði, f. í Rvík 4. ág. 1958. Þau hafa verið búsett í Svíþjóð og Danmörku á annan áratug. Börn þeirra eru Guðrún Arna, f. 12. febr. 1983, og Freyr, f. 1. júlí 1987.
3) Eduard Ágúst Ernstson, f. 22. júlí 1966, rekur bílaviðgerðarverkstæði í Reykjavík. Hann var kvæntur Kristínu Þóru Kristvinsdóttur úr Borgarfirði. Þau skildu, en eignuðust saman dóttur, Guðrúnu Þórdísi, f. 12. febr. 1991. Sambýliskona Eduards er Brynhildur Hrund Jónsdóttir.   –
Mbl. 1997  --- Eduard Ernstson