Guðbrandur Þórður Sigurbjörnsson

Guðbrandur Sigurbjörnsson

Guðbrandur Sigurbjörnsson, Túngötu 38 Siglufirði, fæddist að Ökrum í Fljótum 18. febrúar 1916. Hann lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar hinn 9. júní síðastliðinn.

Foreldrar hans voru Sigurbjörn Jósefsson bóndi að Ökrum og Langhúsum, Björnssonar bónda á Stórureykjum Fljótum, f. 5.1. 1884, d. 11.5. 1968 og Friðrikka Magnea Símonardóttir Márussonar bónda áFyrirbarði í Fljótum, f. 8.10. 1877, d. 23.9. 1979.

Systkini Guðbrands :
Jósef Sigurbjörnsson, f. 1908, d. 1997.
Björn Sigurbjörnsson, f. 1913, d. 1988.
Jón Sigurbjörnsson, f. 1914, d. 1987.
Lovísa Sigurbjörnsdóttir, f. 1915, d. 1995.
Hermína Sigurbjörnsdóttir, f. 1916,
Gísli Sigurbjörnsson, f. 1919, d. 1990. Ríkey, f. 1922.

Hinn 6. nóvember 1937 gekk Guðbrandur að eiga Hulda Regína Jónsdóttir, f. 29. júní 1916. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson frá Lambanesi í Fljótum og Stefanía Guðrún Stefánsdóttir af Róðhólsætt.

Guðbrandur og Hulda eignuðust fjórar dætur sem eru:
1) Laufey Alda Guðbrandsdóttir, f. 6. maí 1938, búsett á Sleitustöðum Skagafirði, gift Jón Sigurðsson bílstjóri og eiga þau fjögur börn. Reynir Þór Jónsson, Íris Hulda Jónsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson og Lilja Magnea Jóndsdóttir.
2) Elva Regina Guðbrandsdóttir, f. 30. júlí 1941, búsett í Reykjavík, gift Friðleifi Björnssyni rafvirkja og eiga þau tvo syni, Gunnar Þór og Ómar Inga.
3) Alma Elísabet Guðbrandsdóttir, f. 17 mars 1949, búsett í Kópavogi, gift Páli Þórðarsyni og eiga þau þrjú börn, Auðun Ingvar, Hildi Hólmfríði og Selmu Halldóru.
4) Bryndís Sif Guðbrandsdóttir, f. 26. júní 1958, búsett í Grindavík, gift Þorsteini Símonarsyni skipstjóra og eiga þau þrjú börn, Rósu Dögg, Símon Guðbrand og Sindra Snæ.
Barnabarnabörnin eru orðin 17.

Guðbrandur vann ýmiskonar verkamannavinnu, á yngri árum vann hann við múrverk og smíðar. Í nokkur ár vann hann í Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði og einnig í tunnuverksmiðjunni á Siglufirði. Síðustu árin vann hann hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og var í stjórn félagsins í mörg ár. Alþýðuhúsið á Siglufirði rak hann í 12 ár. Góður bridgemaður var hann og vann til margra verðlauna.