Hafsteinn Sigurðsson sjómaður

Hafsteinn Sigurðsson

Hafsteinn Sigurðsson fæddist á Siglufirði 25. mars 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 15. júní 2006

Foreldrar hans voru þau Sigurður Jóhannesson bifreiðarstjóri, fæddur 8. apríl 1905, dáinn 18. september 1972, og Sigríður Anna Þórðardóttir frá Siglunesi, fædd 5. október 1913, dáin 3. ágúst 1992. (Sigríður Þórðardóttir)

Bræður Hafsteins eru:
1)Þórður Sigurðsson, fæddur 16. október 1936,
2)Jónas Þráinn Sigurðsson, (Jónas Sigurðsson) fæddur 20. águst 1943, og
3)Valgeir Tómas Sigurðsson, (Valgeir Sigurðsson) fæddur 3. október 1947.

Eiginkona Hafsteins er Marlis Sólveig Hinriksdóttir, fædd 7. október 1942 í Hamborg í Þýskalandi. Foreldrar hennar voru Else og Helmuth Marock. Börn þeirra eru: 1) Brynja Ingunn, fædd 1966, gift Karli Guðmundssyni, börn þeirra eru Marlís Jóna Þórunn og Hafsteinn Úlfar. Börn Karls eru Guðmundur Halldór og Anna Kristín. 2) Hafsteinn, fæddur 1968. 3) Signý, fædd 1968, maki Garðar Garðarsson, börn þeirra eru Sunna og Iðunn. Dóttir Garðars er Erlendsína.