Hallfríður Njálsdóttir

Hallfríður Njálsdóttir
Ljósmynd: Kristfinnur

Hallfríður Njálsdóttir fæddist á Siglufirði hinn 4. maí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 11. október síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Johandine Amalie Sæby (Johandine Sæby), f. 10.5. 1895, d. 15.4. 1988, og Njáll Hallgrímsson, f. 4.7. 1891, d. 8.5. 1956.
Bræður hennar voru Hallgrímur Einar, f. 22.6. 1916, d. 18.5. 1919, og Gísli, f. 13.2. 1919, d. 5.10. 1930. Uppeldisbróðir Hallfríðar er Sigurður Matthíasson og er hann kvæntur Þóru Þórðardóttur.

Hinn 3. maí 1945 giftist Hallfríður Sverrir Guðmundsson frá Hólmavík, f. 17.8. 1923, d. 23.5. 1990. Þau eignuðust fimm börn:
1) Njáll Ölver Sverrisson, f. 10.8. 1945, kvæntur Ólöfu Díönu Guðmundsdóttur frá Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru: a) Hallgrímur Gísli, f. 29.5. 1966, kvæntur Sigfríði Björgvinsdóttur, þau eiga þrjú börn. b) Herdís Rós, f. 6.6. 1970, gift Hafsteini Gunnarssyni, þau eiga þrjá syni.
2) Jóhanndíne Amalíe  (Jóhanndíne Sverrisdóttir), f. 6.1. 1947, gift Valdimar Guðmundsson frá Bolungarvík. Synir þeirra eru: a) Sverrir Rafn, f. 11.8. 1969, kvæntur Hönnu Petru Guðmundsdóttur, þau eiga þrjú börn. b) Björgvin Steinar, f. 2.7. 1970, sambýliskona hans er Þuríður Björnsdóttir, þau eiga þrjú börn. c) Valdemar Sæberg, f. 22.7. 1971, sambýliskona hans er Steinunn Adólfsdóttir. d) Kristján Viðar, f. 29.9. 1976.
3) Vigdís Sigríður Sverrisdóttir, f. 22.5. 1951, gift Jónas Valtýsson frá Siglufirði. Börn þeirra eru: a) Fríða, f. 21.10. 1972, sambýlismaður hennar er Sveinbjörn Sigurðsson. b) Elsa Karen, f. 27.6. 1978. c) Valtýr, f. 30.9. 1981.
4) Fríða Sverrisdóttir, f. 23.7. 1954, gift Ingimar Jónassyni frá Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru: a) Friðrik Ingi, f. 21.3. 1973, kvæntur Ann-Sofie Ingimarsson. b) Hallfríður Una, f. 9.2. 1975, gift Mattias Kristensson, þau eiga eina dóttur.
5) Hallgrímur Gísli Sverrisson, f. 17.5. 1957, kvæntur Fanneyju Gunnarsdóttur frá Ólafsfirði. Dætur þeirra eru: a) Guðrún Jóhanna, f. 27.7. 1977, sambýlismaður hennar er Sigurður Pálsson. b) Eva María, f. 6.5. 1981, sambýlismaður hennar er Halldór Ólafsson.

Hallfríður var fædd og uppalin á Siglufirði. Hún fór í Húsmæðraskólann á Ísafirði. Eftir námið vann hún á símstöðinni á Siglufirði þar til hún gekk í hjónaband. Hún var lengstum heimavinnandi húsmóðir með stórt heimili. Þegar fækkaði í heimili hóf hún störf hjá Kaupfélaginu á Siglufirði og síðar hjá frystihúsinu Ísafold.