Hansína Aðalbjörg Jónatansdóttir

Hansína Jónatansdótt

Hansína Jónatansdóttir fæddist á Húsavík 22. maí 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 3. mars síðastliðinn. Móðir hennar var Guðfinna Hansdóttir frá Hrauni í Aðaldal og faðir Jónatan Jónasson. Móðir hennar veiktist þegar hún átti Hansínu og var Hansína tekin í fóstur 14 vikna af föðursystur sinni Sólveigu Jónasdóttur frá Hafralæk og Vilhjálmi Jónassyni frá Sílalæk í Aðaldal.

Fóstri hennar dó þegar hún var innan við fermingu. Hafralækur var seldur Þórhalli Andréssyni frá Sílalæk frænda hennar og var hún þar þar til hún var fullorðin og flutti þá til Akureyrar þar sem hún vann á saumastofu.

Hansína Jónatansdóttir fluttist til Siglufjarðar 1951 og vann við síldarsöltun, í frystihúsi SR, á saumastofu og síðast í frystihúsi Þormóðs ramma á Siglufirði.

Á Siglufirði kynntist hún Sveinn Björnsson, f. 27. júní 1924, d. 18. desember 1998.
Giftu þau sig 26. júní 1952 á Siglufirði. Bjuggu þau lengst af á Hverfisgötu 29 ásamt foreldrum Sveins.

Foreldrar Sveins voru Björn Z. Sigurðsson skipstjóri frá Vík í Héðinsfirði og Eiriksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir húsmóðir frá Hólakoti í Fljótum. Hansína og Sveinn Björnsson voru barnlaus en ólu upp bróðurson Sveins, Sigurð Ásgrímsson, f. 3.12. 1951, kvæntur Ingibjörgu Ósk Þorvaldsdóttur, f. 19.12. 1956, og eiga þau þrjú börn, Karen Ósk Sigurðardóttur, f. 19.8. 1979, Svein Pétur Sigurðsson, f. 20.9. 1989, og Mörtu Eiri Sigurðardóttur, f. 11.9. 1991.