Haraldur Árnason, SHELL

Haraldur Árnason

Haraldur Árnason fæddist í Lambanesi í Fljótum 4. maí 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 29. desember 2010.
Foreldrar hans voru Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir f. 3.10. 1898, d. 1983 og Árni Kristjánsson skipstjóri á Siglufirði f. 29.9. 1891, d. 1969.

Systir Haralds er Freyja Árnadóttir f. 28.10. 1926 og fósturbróðir Pétur Pétursson f. 14.6. 1936, d. 1987.

Foreldrar Haralds fluttust til Siglufjarðar þegar hann var barn að aldri og þar ólst hann upp.
Eiginkona Haralds er Karólína Friðrika Hallgrímsdóttir f. 26.7. 1921.
Þau giftust 28.10. 1944.
Foreldrar Karólínu voru Ragnheiður Söebech kaupmaður f. 10.3. 1894, d. 1977 og Hallgrímur Þorvaldsson ökumaður á Akureyri f. 27.9. 1893, d. 1925, og fósturforeldrar Ólöf Jónsdóttir f. 16.5. 1900, d. 1984 og Eyþór Hallsson skipstjóri á Siglufirði f. 4.8. 1903, d. 1988.

Börn Karólínu og Haralds eru
1) Ólöf Þórey Haraldsdóttir f. 21.6. 1943, maki Ásgeir Sigurðsson, f. 1937.
2) Helga  Haraldsdóttir f. 12.4. 1951, maki Erlingur Björnsson f. 1944, þeirra dætur Íris Rut f. 1972, maki Kristján Fr. Kristjánsson og eiga þau þrjú börn, Helgu Maríu, Kristján Benóný og Brynhildi Lilju, og Karólína f. 1977.
3) Ragnheiður Haraldsdóttir f. 6.12. 1956, sonur hennar og Guðmundar Þorsteinssonar f. 1954 er Árni Þór f. 1975, en hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa.
4) Árni Haraldsson f. 11.1. 1959, maki Ragnheiður Árnadóttir f. 1963, þeirra börn Selma f. 1994 og Andri f. 1998
5) Eyþór Haraldsson f. 1960.

Haraldur lauk gagnfræðaprófi og vann í verslun Gests Fanndals, á bílastöðinni, var deildarstjóri hjá Kaupfélagi Siglfirðinga 1944-1958, rak eigin verslun, Ísbarinn, 1957-1967 og starfaði hjá Skeljungi 1967-2002, umboðsmaður frá 1988.

Haraldur var mikill útivistar- og veiðimaður, stundaði laxveiði og skotveiðar á sjó og landi. Hann var einn af stofnendum Stangveiðifélags Siglufjarðar og heiðursfélagi þar og sat í stjórn klakstöðvar félagsins.

Hann var félagi í Bridsfélagi Siglufjarðar um áratugaskeið og tók þátt í mörgum mótum og náði þar oft ágætum árangri enda góður bridsspilari.
Haraldur gekk ungur til liðs við Alþýðuflokkinn og fylgdi honum að málum alla tíð og seinna Samfylkingunni, og var virkur á fundum og í starfi í ýmsum nefndum.