Haraldur Hjálmarsson frá Kambi

Haraldur Hjálmarsson
Ljósmynd: Kristfinnur

Haraldur Hjálmarsson var fæddur á Hofi á Höfðaströnd, sonur Hjálmar Þorgilsson og konu hans, Guðrún Magnúsdóttir. Haraldur missti móður sína á fyrsta ári.

Hjálmar, faðir hans flutti að Kambi í Deildardal 1913 og þar ólst Haraldur upp og var jafnan kenndur við þann bæ. Á fullorðinsárum vann hann ýmis störf bæði í Skagafirði og á Siglufirði en síðast var hann bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík.

Haraldi þótti sopinn góður og fáir hafa ort jafnvel um kynni sín við Bakkus og hann.
Árið 1992 var kveðskapur hans gefin út á bók. Björn Dúason safnaði efni til hennar og skrifar „Aðfaraorð“ en Hjalti Pálsson ritar þar um ævi Haralds: „Haraldur Hjálmarsson frá Kambi (1908–1970)“. (Sjá Ljóð og lausavísur – Hagyrðingur af Höfðaströnd, Akureyri 1992)  

Vísur hans: http://bragi.info/hofundur.php?ID=15310