Hólm Dýrfjörð

Hólm Dýrfjörð (2009)

Hólm Dýrfjörð var fæddur 21. febrúar 1914 að Fremri Bakka í Langadal í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 19. ágúst 2015.

Foreldrar hans voru Kristján Markús Dýrfjörð, f. 22.6. 1892, d. 16.8. 1976, og Anna Halldóra Óladóttir, f. 21.6. 1891, d. 5.4. 1967. Hólm ólst upp hjá föðursystur sinni, Aðalheiði Kr. Dýrfjörð, og manni hennar, Sigurði Bjarnasyni, á Ísafirði.

Hálfbræður Hólms, samfeðra, eru: 

Bragi Dýrfjörð, f. 27.1. 1929, d. 20.3. 2004,
Jón Dýrfjörð, f. 16.1. 1931 og
Birgir Dýrfjörð, f. 26.10. 1935.

Þann 2.,apríl 1937 giftist Hólm Sigurrós Sigmundsdóttir, f. 22.8. 1915, d. 23.2. 1999, frá Hofsósi. Foreldrar hennar voru Sigmundur Sigmundsson, f. 3.9. 1885, d. 15.2. 1958 og Sigurrós Guðmundsdóttir, f. 8.6. 1885, d. 10.5. 1977.

Börn Hólms og Sigurrósar eru:
1) Birna Hólm, f. 26.10. 1935. Sonur hennar og Svavars Benediktssonar er Guðmundur Hólm. Eiginmaður Birnu var Þorleifur Jónsson (látinn) og börn þeirra eru Edda, Birgir Freyr og Eyrún Helga.
2) Anna Jóhanna Hólm, f. 20.11. 1937. Eiginmaður hennar er Skúli Sigurðsson og börn þeirra eru Málfríður Stella, Skúli og Signý Sigurrós.
3) Erla Hólm, f. 19.3. 1939. Eiginmaður hennar var Þórarinn Björnsson (látinn) og börn þeirra eru Sigurrós, Margrét, Ólöf, Björn Hólm, Anna Jóhanna, Sigþór og Rúnar.
4) Guðmunda Hólm, f. 20.11. 1944. Eiginmaður hennar er Birgir Vilhelmsson og börn þeirra eru Margrét og Bragi.
5) Kristján Oddur Hólm, f. 10.2. 1948. Sonur hans og Sigríðar Sigurðardóttur (látin) er Haukur Örn.
6) Ragnheiður Ingibjörg Hólm, f. 25.7. 1949. Börn hennar og fyrrv. eiginmanns hennar, Björns Sigurðssonar, eru Sigurður Gísli og Vilborg Eva. Eiginmaður Ragnheiðar er Finnur Jóhannsson.
7) Sigmundur Hólm, f. 13.4. 1956. Eiginkona hans er Berglind Guðbrandsdóttir og dætur þeirra eru Kristín María og
8) Sunna Rós Hólm.
Afkomendur Hólms og Sigurrósar eru orðnir 91 og eru allir á lífi.

Hólm fluttist ungur til Siglufjarðar, nam þar rafvirkjun og stundaði störf henni tengd í síldarverksmiðjum fyrstu árin. Hann vann síðar við ýmis störf á Siglufirði ásamt því að vera með hænsna- og sauðfjárbúskap.

Lengst af starfaði hann þó sem vörubifreiðastjóri og vélgæslumaður í síldar- og fiskimjölsverksmiðjum víða um land. Hann gaf sig talsvert að félagsmálum og var meðal annars í stjórn Bílstjórafélagsins um árabil og gjaldkeri Verkamannafélagsins Þróttar.

Hólm og Sigurrós fluttust til Hafnarfjarðar 1972 og bjuggu þar uns Sigurrós lést 1999, en þá fluttist Hólm á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund. Hólm hafði gaman af ferðalögum og ferðaðist víða um heim fram á tíræðisaldur.