Hólmfríður Ingibjörg Guðjónsdóttir

Hólmfríður Guðjónsdóttir
Ljósmynd: Kristfinnur

Hólmfríður Guðjónsdóttir fæddist á Ísafirði 19. júlí 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 2. september 2010.  

Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Helgason, f. 15. mars 1866, d. 26. október 1940, og Kristín Árnadóttir, f. 29. febrúar 1868, d. 29. apríl 1923. Alsystkin Hólmfríðar voru Ingvar Jónadab, f. 1888, d. 1943, Guðný Sigurbjörg, f. 1892, d. 1990, Gunnlaugur Jón, f. 1894, d. 1975, Árni, f. 1898, d. 1973, Friðrik Helgi, f. 1901, d. 1991, Ásta, f. 1905, d. 2004, og Frímann, f. 1909, d. 1990.

Hólmfríður giftist árið 1930 Georg Pálsson frá Vestdalseyri við Seyðisfjörð, f. 1908, d. 1957. Georg og Hólmfríður bjuggu á Akureyri til ársins 1939 að þau fluttu til Siglufjarðar.
Börn þeirra eru
1. Soffía Georgsdóttir, f. 1931, hún á fimm börn,
2. Kristinn Georgsson, f. 1933, hann á þrjú börn, og
3. Ingvar Georgsson, f. 1943, hann á fjögur börn.

Seinni maður Hólmfríðar var Árni Pálsson frá Seyðisfirði, f. 1904, d. 1983, trésmíðameistari. Þau giftu sig árið 1970.