Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir (Inga á Eyri)

Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir

Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Inga á Eyri eins og hún var oftast kölluð, var fædd á Vestdalseyri í Seyðisfirði 10. nóvember 1917.
Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 7. maí 2004.

Foreldrar hennar voru hjónin Oddfríður Ottadóttir húsmóðir og verkakona, f. 27. júlí 1882 á Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, d. 30. september 1961, og Sveinbjörn Árni Ingimundarson sjó- og verkamaður, f. 26. desember 1878 á Tungubakka í A-Húnavatnssýslu, d. 4. ágúst 1956.

Systkini Ingibjargar eru:
Hallfríður Jóna Lindhart, hálfsystir, f. 8. desember, bjó í Danmörku, látin;
Svava, f. 25. október 1908, d. 15. desember 1983, var búsett á Seyðisfirði; Sveinn Jóhann, f. 22. september 1910, drukknaði við heyflutninga í Seyðisfirði 23. september 1930;
Guðrún Ásta, f. 31. október 1911, d. 9. júní 2002, var búsett á Seyðisfirði;
Ingi Vilberg, f. 29. apríl 1913, d. 12. júlí sama ár. Daníel f. 15. júlí 1914, d. 5. október sama ár;
Ingvi Hrafn, f. 1. júlí 1915, drukknaði með bræðrum sínum 23. september 1930, Ingimundur, f. 4. nóvember 1916, drukknaði með bræðrum sínum 23. september 1930;
Otti Vilbergur, f. 20. júlí 1920, búsettur á Seyðisfirði.

Ingibjörg eignaðist soninn Ingva Jóhann Svavarsson, f. 26. janúar 1934, kvæntur Huldu Halldóru Gunnþórsdóttur, f. 1935, börn þeirra eru Katrín Dagmar, f. 1958, Oddfríður Lára, f. 1961, Hjördís Hrund, f. 1965, Gunnþór Björn, f. 1968. 

Hinn 6. desember 1942 kvæntist Ingibjörg Jón Sigurðsson frá Eyri á Siglufirði, f. 17. júní 1914, d. 12. janúar 1982.
Ingibjörg og Jón eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Sigurður Jónsson, f. 17. ágúst 1946, kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur, f. 1942, og á hann eina fósturdóttur, Ólöfu Ingimundardóttur, f. 1964.
2) Sveinbjörn Jónsson, f. 14. maí 1948, kvæntur Björgu Hjartardóttur, börn þeirra eru Ingibjörg, f. 1971, Jón Hjörtur, f. 1972, og Unnþór, f. 1974.
3) Skúli Jónsson, f. 11. janúar 1951, kvæntur Þórunn Kristinsdóttir, f. 1960, börn þeirra eru Bára Kristín, f. 1980, Sigurður Davíð, f. 1990, og Eyrún Sif, f. 1991.
4) Sævar Jónsson, f. 18. nóvember 1953, kvæntur Álfheiði Heiðar Sigurjónsdóttur, f. 1952, börn þeirra eru Ólafur Smári, f. 1970, Jón Ingi, f. 1974, Ægir Kristinn, f. 1979.
5) Oddfríður Jónsdóttir, f. 27. júlí 1955, gift Sigfús Tómasson vélstjóri, f. 1950, börn þeirra eru Sigríður Gréta, f. 1978, Aðalheiður, f. 1984, og Herbert Ingi, f. 1990.
Langömmubörnin eru 17 talsins.

Ingibjörg ólst upp á Vestdalseyrinni, og fluttist með fjölskyldunni inn í kaupstaðinn skömmu eftir að bræður hennar drukknuðu. Er hún var nokkurra ára var hún smátíma í fóstri hjá þeim hjónum Láru Bjarnadóttur frá Hvanneyri í Siglufirði og Gísla Lárussyni, en fór svo aftur til foreldra sinna.

Ung að árum fór hún til Reykjavíkur og starfaði þar á Hótel Heklu og einnig aðstoðaði hún móðursystur sína Pálínu Ottadóttur við verslun þá er hún rak á Baldursgötu 36 í Reykjavík og eins við heimilisstörf.

Fyrir sunnan kynntist hún eiginmanni sínum og fluttust þau til Siglufjarðar, festu þar kaup á húseigninni við Hvanneyrarbraut 28b og bjuggu þar allan sinn búskap.
Ingibjörg vann við ýmis störf með húsmóðurstarfinu, við síldarsöltun og fiskvinnslu. Ingibjörg tók virkan þátt í félagslífi á Siglufirði. Hún var félagi í Slysavarnafélaginu Vörn á Siglufirði og var kjörin heiðursfélagi 1992.