Jóhann G. Möller, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Siglufirði

Jóhann G Möller

Jóhann G. Möller, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 25. júní 1997 á áttugasta aldursári. Jóhann fæddist á Siglufirði 27. maí 1918, sonur hjónanna Christian L. Möller og Jóna S. Rögnvaldsdóttir.
Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 starfaði hann sem verkamaður og síðar verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins.

Jóhann fæddist á Siglufirði 27. maí 1918, sonur hjónanna Christians L. Möller og Jónu S. Rögnvaldsdóttur. Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 starfaði hann sem verkamaður og síðar verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Hann sat í stjórn SR 1959-71 og einnig í stjórn Lagmetisiðjunnar Siglósíldar um skeið.

Hann var bæjarfulltrúi á Siglufirði fyrir Alþýðuflokkinn 1958- 1982, í bæjarráði 1962-74 og 1978-82 og forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar 1978-82. Hann sat í fjölmörgum nefndum á vegum bæjarins og átti sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Siglufjarðarkaupstaðar um átta ára skeið.

Jóhann sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-1982 og var fulltrúi á fjórðungsþingum Norðlendinga í mörg ár.
Jóhann var í stjórn Verkamannafélagsins Þróttar 1957-63, ritari Verkalýðsfélagsins Vöku frá 1976 til 1994 og í trúnaðarmannaráði þess til æviloka. Hann sat mörg þing ASÍ, Verkamannasambands Íslands og Alþýðusambands Norðurlands.

Þá var hann og formaður Byggingarfélags verkamanna á Siglufirði 1958-1974. Jóhann var gerður að heiðursfélaga verkalýðsfélagsins Vöku 1993. Hann var einnig umboðsmaður Alþýðublaðsins á Siglufirði samfleytt í yfir hálfa öld.

Jóhann var meðal stofnenda Knattspyrnufélags Siglufjarðar, formaður þess um árabil og auk þess í stjórn Skíðafélags Siglufjarðar. Hann var gerður að heiðursfélaga KS 1992 og að heiðursfélaga Bridgefélags Siglufjarðar 1991. Árið 1983 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að verkalýðs-, félags- og sveitarstjórnarmálum.

Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Helena Sigtryggsdóttir frá Hrísey. Þau eignuðust sex börn en elsta dóttir þeirra, Helga K. Möller, lést árið 1992.
----------------------------------------- 

Alþýðublaðið, fyrrihluti greinar þann 5 júlí 1997

Jóhann Georg Möller fæddist á Siglufirði 27. maí 1918 og bjó þar alla tíð. Hann lést í Reykjavík 25. júní síðastliðinn. Foreldar hans voru Christian Ludvig Möller, lögregluþjónn á Siglufirði, f. 5. apríl 1887 á Blönduósi, d. 11. ágúst 1946 á Siglufirði, og kona hans Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, húsmóðir, f. 18. mars 1885 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, d. 6. feb. 1972 á Siglufirði.

Systkini Jóhanns voru þessi:
1) Alfreð Möller, f. 1909, látinn;
2) William Thomas Möller, f. 1914, látinn;
3) Rögnvaldur Sverrir Möller, f. 1915;
4) Unnur Helga Möller og
5) Alvilda María Friðrikka Möller, f. 1919; Kristinn Tómasson, f. 1921; Jón Gunnar, f. 1922, látinn.

Jóhann var kvæntur Helenu Sigtryggsdóttur frá Hrísey, f. 21. sept 1923 í Ytri-Haga á Árskógsströnd og lifir hún mann sinn.
Þau eignuðust sex börn:

1) Helga Kristín Möller, f. 30. okt. 1942, kennari við Digranesskóla í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ, d. 15. mars 1992. Maður hennar var Karl Harry Sigurðsson, bankamaður, og dætur þeirra eru Helena Þuríður, lögfræðingur, og Hanna Lillý.

2) Ingibjörg María Möller, f. 12. júlí 1944, kennari og aðstoðarskólastjóri í Hlíðaskóla í Reykjavík. Fyrri maður hennar var Sigurður Harðarson arkitekt en þau skildu. Börn þeirra eru Hörður, dýralæknir, Jóhann og Fríða. Jóhann á Jónu Diljá með unnustu sinni, Sigurbjörgu Jónu Ludvigsdóttur. Ingibjörg er gift Barða Þórhallssyni, lögfræðingi, deildarstjóra hjá Tryggingastofnun ríkisins. 

3) Alda Bryndís Möller, f. 27. maí 1948, matvælafræðingur og þróunarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hún var áður gift Stefáni Vilhjálmssyni, matvælafræðingi. Maður hennar er Derek Karl Mundell, landbúnaðarfræðingur og framleiðslustjóri hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík. Börn þeirra eru Eva Hlín og Kristján.

4) Jóna Sigurlína Möller, f. 22. nóv. 1949, kennari og að- stoðarskólastjóri við Kópavogsskóla. Maður hennar er Sveinn Arason, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun. Dætur þeirra eru Helena, læknir, og Kristbjörg.

5) Kristján Lúðvík Möller, f. 26. júní 1953, íþróttakennari, framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, alþingismaður og ráðherra. Kona hans er Oddný H. Jóhannsdóttir, verslunarmaður. Synir þeirra eru Jóhann Georg, Almar Þór og Elvar Ingi.

6) Alma Dagbjört Möller, f. 24. júní 1961, svæfinga- og gjörgæslulæknir í Svíþjóð. Mað- ur hennar er Torfi Fjalar Jónasson, læknir og í sérfræðinámi í hjartalyflækningum í Svíþjóð. Börn þeirra ung eru Helga Kristín og Jónas Már.