Jóhann Jóhannsson skólastjóri

Jóhann Jóhannsson
Ljósmynd: Kristfinnur

Jóhann Jóhannsson  er fæddur 7. Nóvember 1904 að Halldórsstöðum í Eyjafirði. 
Varð bráðkvaddur þann 30. des 1981 

Voru foreldrar hans Jóhann Sigurðsson, bóndi á Arnarstöðum, og kona hans Stefanía Sigtryggsdóttir.

Hann tók stúdentspróf í Menntaskóla Akureyrar 1930 og guðfræðiPróf í Háskólanum 1935, en hafði þá ári fyrr lokið kennaraprófi í Kennaraskólanum. Veturinn 1937 —38 dvaldi hann í Svíþjóð og sótti kennslu í kirkjusögu við Uppsalaháskóla. Jóhann hafði, áður en hann fór utan, verið settur kennari í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og var skipaður kennari þar, er hann kom heim, 1937. Skólastjóri þess skóla hefir hann verið nú um 10 ára skeið, frá 1944. 

Kona hans er Aðalheiður Halldórsdóttir f rá Bakkaseli í Öxnadal og eiga þau einn son og tvær dætur.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3575759