Jóhannes Jónsson (Jonni Jóns, vélsmiður)

Jóhannes Jónsson
Ljósmynd: Kristfinnur

Jóhannes Jónsson, fæddist á Siglufirði 20. júlí 1916. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 14. desember 2004.
Foreldrar hans voru Jón Jóhannesson fiskmatsmaður, málafærslumaður og fræðimaður, f. 1878, d. 1953 og Guðlaug Gísladóttir húsmóðir, f. 1881, d. 1966.

Systkini Jóhannesar voru níu, Helga, f. 1902, d. 1949,
Dóróthea, f. 1904, d. 2001,
Klara Valdís, f. 1906, d. 1969,
Jóhannes Guðmundur, f. 1908, d. 1914,
Anna, f. 1909, d. 1983,
Trausti, f. 1912, d. 1932,
Bryndís Jónsdóttir (Binna) f. 1914 býr á Siglufirði, Ingibjörg, f. 1918, d. 1973 og
Finnbogi, f. 1928, d. 1930.

Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar er Unnur Marinósdóttir , hárgreiðsludama, f. 1. Ágúst 1923. Foreldrar hennar voru Marinó Sigurðsson bakarameistari, síðast í Borgarnesi, f. 1900, d. 1972 og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 1900, d. 1971.

Jóhannes og Unnur stofnuðu heimili á Siglufirði 1944 og eignuðust fimm dætur.
Þær eru:

1) Erla Nanna Jóhannesdóttir, f. 28.4. 1944. Börn hennar eru a) Sveinn Viðar, f. 17.8. 1962, kvæntur Marie-Hélene Communay. Dóttir þeirra er Agathe Agnes, f. 22.10. 2003. Fyrir átti Sveinn soninn Snorra Arnar, f. 12.4. 1988. b) Unnur Björk. Hennar börn eru Ívar Örn, f. 9.12. 1983, Daníel Patrik, f. 13.4. 1987 og Sunna Björk, f. 3.10. 2000. c) Kristín Elfa, f. 23.9. 1981. Unnusti hennar er Kristján Axelsson.

2)  Guðrún Björk Jóhannesdóttir, f. 4.11. 1946 gift Vilberg Þorgeirssyni. Börn þeirra eru a) Erla Dröfn, f. 8.2. 1965 sambýlismaður hennar er Magnús Kristinsson. Þeirra börn eru Kristófer Arnar, f. 1.9. 1989, Vilberg Andri, f. 28.11. 1993 og Sara Birgitta, f. 4.9. 1995. b) Helga Jóhanna, f. 14.5. 1969. Sonur hennar er Sævar Ingi, f. 29.10. 1997.c) Birgitta María, f. 9.12. 1975. Unnusti hennar er Gunnar Þór Jóhannsson.

3)  Anna María Jóhannesdóttir, f. 31.7. 1956. Sambýlismaður hennar er Björn Ingólfsson. Dóttir þeirra er Tanja Dögg, f. 30.9. 1988. Fyrir átti Anna soninn Jóhannes Örn, f. 22.2. 1976.

4)  Hrafnhildur Hulda Jóhannesdóttir, f. 28.8. 1958 gift Abdellah Zahid. Dóttir þeirra er Miriam Björk, f. 5.1. 2003. Fyrir átti hún dótturina Alexöndru, f. 12.8. 1989.

5)  Hanna Birna Jóhannesdóttir, f. 1.12. 1960 gift Inga Þór Jakobssyni. Synir þeirra eru Davíð Örn, f. 23.9. 1986 og Ísak Örn, f. 7.1. 1998. Fyrir átti Ingi Þór dótturina Guðnýju, f. 14.11. 1981.

Jóhannes vann frá unga aldri við ýmis störf tengd síldarútgerð. Frá árinu 1951 var hann fastráðinn hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, en í Reykjavík vann hann sem húsvörður og næturvörður frá árinu 1972 uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Jóhannes og Unnur bjuggu á Siglufirði fram til ársins 1972 er þau fluttu til Reykjavíkur.