Jón Sæmundsson

Jón Sæmundsson (Dúasonar)
Ljósmyndari ókunnur

Jón Sæmundsson fæddist á Krakavöllum í Flókadal í Fljótum 27. maí 1922. Hann lést 30. ágúst 2009.
Hann var sonur hjónanna Guðrún  Þorláksdóttir, húsmóður og Sæmundur Dúason, bónda og síðar kennara í Fljótum, í Grímsey og á Siglufirði.

Systkini Jóns voru:
1) Magna Sæmuindsdóttir, fædd 1911, látin;
2) Þorlákur Sæmundsson, f. 1913 og Dúi, f. 1913, en þeir voru tvíburar og létust nokkurra vikna gamlir;
3) Karl Sæmundsson, f. 1919, látinn;
4) Hrafn Sæmundsson, f. 1933, býr í Kópavogi; Jón var næstyngstur þeirra systkina.

Kona Jóns var Bára Sveinbjörnsdóttir húsmóðir f. 16. 08. 1924, lést 6. júní 1982.
Börn þeirra eru:

1) Guðrún Jónsdóttir, f. 1942, kennari, hún býr í Keflavík ásamt eiginmanni sínum Gylfa Guðmundssyni, skólastjóra.

Börn þeirra eru

  • Gylfi Jón,
  • Sveinn Gunnar (látinn 1983) og
  • Bára Kolbrún.       

2) Kolbrún Jónsdóttir,f. 1945, öldrunarfulltrúi, býr í Keflavík. Eiginmaður hennar er Páll Á. Jónsson skipstjóri.
Börn þeirra eru

  • Jón Pálmi, Bára Sif og
  • Rúnar Ágúst.


3) Óskírð Jónsdóttir f. 21.2. 1948, d. 9. 7. 1948.

4) Hrafnhildur Jónsdóttir, f. 1955, sjúkraliði, býr í Garði. Maður hennar er Skúli R. Þórarinsson vélfræðingur.
Börn þeirra eru

  • Tinna Ösp og
  • Róbert Orri.  - - Langafabörn Jóns eru fjórtán.

Jón var lengst af til sjós, vélstjóri eða skipstjóri, ýmist á eigin skipum eða annarra. Loks vann hann um árabil hjá Keflavíkurbæ, síðast sem gangavörður í Myllubakkaskóla. Jón og Bára bjuggu í sjö ár í Grímsey en fluttu til Siglufjarðar 1949 þar sem þau áttu heima til ársins 1964, þá fluttu þau í Kópavog.

Ári síðar fluttu þau til Keflavíkur. Frá árinu 1993 bjó Jón í Innri-Njarðvík.