Jósafat Sigurðsson fisksali

Jósafat Sigurðsson

Jósafat Sigurðsson fæddist á Syðri-Hofdölum í Skagafirði 23. nóvember 1917. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 4. október 2006.
Foreldrar hans voru Þóranna Magnúsdóttir, f. 19.8. 1895, d. 30.7. 1968, og Sigurður G Jósafatsson, f. 15.4. 1893, d. 5.8. 1969.

Systkini Jósafats, sem öll eru látin, voru:

Magnús Hofdal, f. 1916,
Guðrún Ólafs, f. 1919,
Guðrún Bergs, f. 1921,
Hólmsteinn, f. 1924,
Lilja Ólöf, f. 1926,
Sigurberg Magnús, f. 1931, og
Ósk, f. 1933.

Hinn 21.6. 1947 kvæntist Jósafat Margrét G Guðmundsdóttir, f. í Reykjavík 11. desember 1917, d. 2. 9. 1992.
Foreldrar hennar voru Ólína Sigríður Ólafsdóttir, f. 11.5. 1876, d. 22.7. 1928, og Guðmundur Jónsson, f. 11.4. 1876, d. 21.10. 1958.

Börn þeirra Jósafats og Margrétar eru:

1) Þóranna Sigríður Jósafatsdóttir
f. 1947, gift Jónsteinn Jónsson;

2) Sigurður Gunnar Jósafatsson, f. 1949, kvæntur Ingigerður Baldursdóttir;

3) Elenóra Margrét Jósafatsdóttir, f. 1955, gift Sigurður H Ingimarsson; og

4) Þorfinna Lydia Jósafatsdóttir, f. 1959, gift Þorkell V Þorsteinsson.

Barnabörn Jósafats eru þrettán og barnabarnabörn sex.

Fyrir átti Margrét þrjú börn: Örn, f. 1938, Stellu, f. 1939, og Hjördísi f. 1943, d. 2000. Börn þeirra systkina eru ellefu. Jósafat ólst upp í Skagafirði og starfaði þar á unglings- og fyrstu fullorðinsárum. Hann flutti til Siglufjarðar upp úr 1940, þar sem hann starfaði lengst af sem fisksali. Frá 1985 hefur hann búið í Reykjavík. Síðustu tvö árin dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.