Júlíus Gunnlaugsson

Júlíus Gunnlaugsson

Júlíus Gunnlaugsson fæddist að Sjöundastöðum í Flókadal 24. janúar 1924. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. febrúar 2015.

Foreldrar Júlíusar voru Gunnlaugur Sigfússon, f. 25. febrúar 1889, d. 13. október 1931, og Sólveig Jóakimsdóttir, f. 24. september 1888, d. 31. ágúst 1956.

Systkini Júlíusar eru

Sigfús Gunnlaugsson, f. 9. nóvember 1922, d. 13. desember 1942, og

Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 12. marz 1925. Aðalbjörg á þrjár dætur og fjögur barnabörn.

Júlíus giftist Guðfinnu Hólmfríði Steinsdóttur (Guðfinna Steindórsdóttir), f. 6. janúar 1928, d. 26. september 2013 hinn 13. febrúar 1954. Foreldrar Guðfinnu voru Steinn Árni Ásgrímsson og Anna Sigurðardóttir, sem bjuggu lengst af á Auðnum í Ólafsfirði. 

Júlíus og Guðfinna hófu búskap á Siglufirði árið 1951 og bjuggu þar allt til ársins 2002 en það ár fluttu þau til Akureyrar.

Börn Guðfinnu og Júlíusar eru:
1) Sólveig Júlíusdóttir, f. 17. september 1951, eiginmaður hennar er Björn Óskar Björgvinsson. Sólveig á þrjú börn af fyrra hjónabandi, þau eru

 • Júlíus Geir,
 • Jóhanna Hjördís og
 • Brynjar. Börn hennar og Björns eru
  • Íris Ösp og
  • Guðfinna Hlín  - Barnabörn Sólveigar eru 15.

2) Ásgrímur Gunnar Júlíusson, f. 16. maí 1953, eiginkona hans er Sigþóra Gústafsdóttir, börn þeirra eru

 • Una Gunnarsdóttir,
 • Hjalti Gunnarsson og
 • Gunnar Þór Gunnarsson, barnabörn Gunnars eru fimm.

3) Brynjar Júlíusson, f. 15. ágúst 1955, d. 9. ágúst 1965.

4) Anna Júlíusdóttir, f. 10. nóvember 1959, eiginmaður hennar er Heiðar Elíasson, börn þeirra eru

 • Freydís,
 • Eva Björk og
 • Heiðar Smári, barnabörn Önnu eru fimm.

5) Gunnlaugur Júlíusson, f. 11. febrúar 1962, eiginkona hans er Jónína Salóme Jónsdóttir. Fyrir átti Gunnlaugur dótturina Eydísi Hrönn Gunnlaugsdóttir.
Börn Gunnlaugs og Jónínu eru

 • Davíð Gunnlaugsson,
 • Björk Gunnlaugsdóttir og
 • Andri Gunnlaugsson, barnabörn Gunnlaugs eru fjögur.

6) Sverrir Júlíusson, f. 9. apríl 1965, eiginkona hans er Svala Guðbjörg Lúðvíksdóttir, sonur þeirra er Lúðvík Freyr Gunnlaugsson, barnabörn Sverris eru tvö.

7) Brynja Júlíssdóttir, f. 19. janúar 1967, d. 12. desember 2009, eiginmaður hennar var Þröstur Ólafsson. Brynja átti tvær dætur frá fyrra sambandi en þær eru Lára og Sólveig Anna. Barn Brynju og Þrastar er Þorfinna Ellen Þrastasrdóttir, barnabörn Brynju eru fimm.

Júlíus Gunnlaugsson starfaði við hin ýmsu störf í gegnum árin. Aðeins 13 ára gamall hóf hann störf hjá Hertervig bakarí og hélt þeirri vinnu næstu árin, fyrst sem sendill og síðar sem bakari.

Hann stundaði einnig sjómennsku, bæði hjá öðrum og einnig á bát sínum Brynjari SI. Þá vann hann við smíðar hjá Siglufjarðarbæ, vann hjá Síldarverksmiðju ríkisins og síðar Sigló-Síld. Með fullum vinnudegi rak hann hænsnabú til margra ára á Háveginum á Siglufirði. Það má því segja að Júlíus hafi gengið í þau störf sem þurfti að vinna og aldrei sagt nei við nokkurn mann, ef óskað var eftir