Birgir Guðmundsson

Birgir Guðmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Birgir Guðmundsson fæddist á Siglufirði 22. janúar 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. september 2010.

Foreldrar hans voru Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri, f. 1895, d. 1932, og Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir, f. 1907, d. 1935. 

Systkini Birgis voru: 

 • 1) Skarphéðin Guðmundsson, f. 1930, d. 2003, kvæntur Ester Jóhannsdóttur, 
 • 2) Ari Guðmundsson, f. 1927, d. 2010, kvæntur Birgit Gudmundsson, 
 • 3) Brynhildur Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 1932, d. 1933.

Eftirlifandi eiginkona Birgis er Marý A Marinósdóttir, f. 4. september 1931, búsett í Naustahlein við Hrafnistu í Hafnarfirði.

Börn þeirra eru;

 • 1) Alma Birgisdóttir, f. 1951, maki Steingrímur V Haraldsson
 • Börnin;
 • Marý Björk, f. 1974, og 
 • Þyrí Halla, f. 1976. 
 • 2) Marinó Flóvent, f. 1958, kvæntur Jóhanna Sigrún Ingimarsdóttir
 • börn; 
 • Vilhjálmur Daði, f. 1980, 
 • Ingimar Flóvent, f. 1989, og 
 • Marinó Flóvent, f. 1990. 
 • 3) Birgir Már, f. 1963.

Barnabarnabörnin eru orðin fjögur; Sólveig Marý, Steingrímur Mar, Michaela Elísabet og Isabella Sigrún.

Birgir útskrifaðist úr Samvinnuskólanum árið 1948 og hóf skömmu seinna störf hjá Ellingsen í Hafnarstræti. Þremur árum seinna flutti hann sig til Hamilton, og þaðan til Íslenskra aðalverktaka þegar þeir voru stofnaðir, og starfaði sem birgðastjóri í 42 ár hjá þeim á Keflavíkurflugvelli.

Birgir var mjög virkur í félagsstarfi allt sitt líf og var meðal annars einn af stofnendum Ungmennafélags Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður þess um tíma. Hann var einn af stofnendum Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis og varð formaður þess félags og gegndi því embætti til dauðadags. Í gegnum það starf vann hann mikið að málefnum þroskaheftra og þá sérstaklega að málefnum Kópavogshælis.

Birgir tók einnig mjög virkan þátt í starfi Lionsklúbbs Hafnarfjarðar í tugi ára. Á seinni árum var hann einnig virkur í félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði.