Birgir Steindórsson bóksali
Birgir Steindórsson fæddist í Siglufirði 8. júlí 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. maí 1996.
Birgir var sonur Steindór Hannesson, bakarameistara á Siglufirði, og konu hans, Sigríður Jónsdóttir.
Eftirlifandi eiginkona Birgis er Ásta Margrét Gunnarsóttir og áttu þau fjóra syni.
Þeir eru:
- 1) Halldór Birgisson, f. 28.10 1967, sambýliskona hans er Esther Ingólfsdóttir og eiga þau eina dóttir, Ásta Björk Halldórsdóttir
- Tvíburarnir:
- 2) Jónas Birgisson fæddur. 10.7. 1975
- 3) Steindór Birgisson, fæddur. 10.7. 1975, og
- 4) Þórður Birgisson, f. 4.2. 1983.
Birgir fór ungur til Kaupmannahafnar og var þar við nám og störf í tengslum við verslun, lærði m.a. útstillingar.
Í september 1978 keypti Birgir Aðalbúðina á Siglufirði og sameinaði hana Bókaverslun Hannesar Jónassonar og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur.
Birgir sinnti margvíslegur félagsstörfum. Hann var stjórnarmaður og síðast formaður Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði. Þá var hann einn aðalhvatamaður að uppbyggingu Síldarminjasafnsins.
Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar 1982-1986 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Siglufjarðarkaupstað.
Birgir var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Siglufirði og gegndi margvíslegum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu svo og á landsvísu.