Birgir Steindórsson bóksali

Birgir Steindórsson bóksali

Birgir Steindórsson fæddist í Siglufirði 8. júlí 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. maí 1996.

Birgir var sonur Steindór Hannesson, bakarameistara á Siglufirði, og konu hans, Sigríður Jónsdóttir.

Eftirlifandi eiginkona Birgis er Ásta Margrét Gunnarsóttir og áttu þau fjóra syni. 

Þeir eru:

1) Halldór Birgisson, f. 28.10 1967,

sambýliskona hans er Esther Ingólfsdóttir og eiga þau eina dóttir, Ásta Björk Halldórsdóttir

Tvíburarnir

2) Jónas Birgisson og 

3) Steindór Birgisson, fæddir. 10.7. 1975, og 

4) Þórður Birgisson, f. 4.2. 1983.

Birgir fór ungur til Kaupmannahafnar og var þar við nám og störf í tengslum við verslun, lærði m.a. útstillingar.

Í september 1978 keypti Birgir Aðalbúðina á Siglufirði og sameinaði hana Bókaverslun Hannesar Jónassonar og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur.

Birgir sinnti margvíslegur félagsstörfum. Hann var stjórnarmaður og síðast formaður Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði. Þá var hann einn aðalhvatamaður að uppbyggingu Síldarminjasafnsins.

Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar 1982-1986 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Siglufjarðarkaupstað.

Birgir var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Siglufirði og gegndi margvíslegum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu svo og á landsvísu.