Kristinn Halldórsson

Kristinn Halldórsson
Ljósmyndari ókunnur

Kristinn Halldórsson fæddist í Siglufirði fyrir 51 ári, (1915) sonur merkis hjónanna Halldór Jónasson kaupmaður þar, og Kristín Hafliðadóttir hreppstjóra í Siglufirði, Guðmundssonar, sem var héraðskunnur höfðingi um sína daga. Kristinn var heilsuveill alla ævi, en bar það mótlœti með karlmennsku.  Kristinn Halldórsson stundaði nám í Verslunarskóla íslands og var dux á burtfararprófi.

Að loknu námi tók hann við verslun föður síns í Siglufirði rak hana lengi og stundaði jafnframt útgerð og síldarsöltun.
Fróður um marga hluti og víðlesinn og fenginn til þess af bæjarstjórn Siglufjarðar að skrá sögu Siglufjarðar fyrir 50 ára afmæli kaupstaðarins, en hann lést frá því verki sem honum var að líkindum allra verka hugleiknast.

Kvæntur var Kristinn Halldórsson Ingibjörg Karlsdóttir, afbragðskonu, sem lifir mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra, Dóru, sem er að ljúka háskólanámi og Halldóri, nemanda í Verslunarskóla Íslands. Fyrir mína hönd og minna votta ég þeim og systkinum Kristins einlæga samúð. „Guð huggi þá, sem hryggðin slær".

Minnigargreinar eftir lát Kristins þann 16. desember 1966

Eftir kristinn Halldórsson lyggja ótaldar fróðleiksgreinar um Siglufjörð og sídlina og fleira. (sk)

Meira um Kristinn Halldórsson