Björn Birgisson rennismiður, sjómaður og kennari

Björn Birgisson -
Ljósmyndari ókunnur

Björn Birgisson, fæddist á Siglufirði 12. ágúst 1949. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Mosfellsbæ 8. febrúar 2016.

Foreldrar hans voru Birgir Runólfsson bifreiðarstjóri frá Kornsá í Vatnsdal og Margrét Hjördís Pálsdóttir frá Svarfaðardal í Eyjafirði. Systkini hans eru 

1. Alma Birgisdóttir, 

2. Elíngunnur Birgisdóttir, látin,

3. Runólfur Birgisson, 

4. Páll Birgisson, látinn, 

5. Filippus Hróðmar Birgisson, 

6. Þormóður Birgisson, látinn, 

7. Þorsteinn Birgisson.

Eftirlifandi eiginkona Björns er 

Álfhildur Þormóðsdóttir frá Siglufirði, þau hófu sambúð árið 1972 á Siglufirði.

Foreldrar hennar eru

Þormóður Runólfsson, látinn, og

Gerða Pálsdóttir. 

Börn Björns og Álfhildar eru:

1) Eiríkur Sverrir Björnsson. Maki hans er Cheryle Ann Barboza, þau eru búsett í Utah í Bandaríkjunum. Eiríkur á þrjú börn af fyrra hjónabandi með Halldóra Björk Norðdahl:

a) Herdís Mjöll Eiríksdóttir, býr með Grétar Þór Traustason og á tvo syni, 

Tristan Mána Pétursson og 

Eirík Natan Grétarsson, búsett í Hafnarfirði. 

b) Þormóður Eiríksson, búsettur á Ísafirði. 

c) Björn Dagur Eiríksson, búsettur á Ísafirði. 

2) Gerða Björnsdóttir, maki Ragnar F Karlsson. 

Dóttir hennar er

Alexandra Ósk Gerðudóttir, þau eru búsett í Kópavogi. 

3) Brynjar Páll Björnsson, búsettur í Reykjavík.

Björn fór snemma til sjós á síðutogaranum Hafliði SI 2 frá Siglufirði, lærði rennismíði á verkstæði Síldarverksmiðja Ríkisins. 

Flutti frá Siglufirði 1979 til Ólafsvíkur og hóf rekstur Vélsmiðjunnar Sindra.

1985 flutti hann til Ísafjarðar og vann þar ýmist við járnsmíði eða sjómennsku, meðal annars á Hálfdáni í Búð. 

Hann lærði vélstjórn við iðnskóladeild Menntaskólans á Ísafirði, stundaði sjómennsku eftir að námi lauk í nokkur ár. 

Seinni ár flutti hann til Mosfellsbæjar og vann við ýmis störf, síðustu þrjú ár lífsins vann hann sem kennari í rennismíði við Tækniskóla Reykjavíkur.